Blanda - 01.01.1944, Síða 313
309
síðar, þ. e. 6. júlí, varð hann að gefa mér verzl-
unarleyfi eða svo kallað borgarabréf. — Taktu
nú ekki svo orð mín, að eg sé orðinn stórkaup-
maður, eg verzla litlu meira en vant er, heldur
gjörði eg þetta til að láta ekki undan, fyrst eg
hafði fjör til þess.
Þess skal geta, að Guðmundur, sonur Mál-
fríðar, systur minnar, fór að búa í fyrra vor í
Mundakoti með Guðrúnu, dóttur Ingvars heit-
ins. Þau eru ógift, eiga ekkert barn ennþá.
Allt fólkið á mínum bæ biður að heilsa þér,
Guðjóni þínum og öllu fólki á þínum bæ, líka
gamla Sigríður systir.
Vertu svo blessuð og sæl um tíma og eilífð,
óskar þinn bróðir
Th. Kolbeinsson.
Stóru-Háeyri, 21. apríl 1870.
Elskulega systir!
Tilskrif af 8. martius þessa árs þakka eg al-
úðlegast, og þykir mér ætíð gaman að fá bréf
frá þér til að fá að vita, hvort þú lifir, og svo
líka, hverninn þér líður. Þú segist vera farin
að letjast á að skrifa, og lái eg það ekki, því eg
er eins, eg er líka eldri, á 71. ári. Þú áft líka
son, sem getur skrifað fyrir þig.
Það er nú fyrst að byrja á þeim fréttum af
heimili mínu, sem mér eru hugstæðastar, sem
er: að konan mín, Elín Þorsteinsdóttir, deyði
24. nóvember seinastliðið haust, og er þess get-
ið í Þjóðólfi 24. marts 1870, no. 20-21, pag. 77.
Eg sakna hennar og bíð þess tjóns aldrei bæt-
ur, meðan eg lifi, sem eg vona að ekki verði
lengi héðan af. Eg varð nú ofur raunamæddur