Blanda - 01.01.1944, Page 316
312
dag), reri nefndur Sveinn (og fleiri). Hann
með öllum hásetum Magnúsar míns drukknaði
þann dag, en hinir (sem reru) flúðu til Þor-
lákshafnar. Svo þegar Magnús minn kom að
sunnan, voru hásetar hans allir drukknaðir, en
báturinn kominn mölbrotinn til hafs. Svona er
lífið og lífskjörin, skepnan mín!
„Ver til friðs, minn vinur góður“,
við mig dauðinn þannig tér,
„þótt gjöri eg í þínum garði rjóður,
guðs befalning þetta er.
Saknaðar þó svíði und
sáran allt að hinzta blund,
þú verður að líða eins og aðrir,
þó af eg svíði þínar fjaðrir".
Bú mitt stendur líkt og vant er, 2 eru kýrnar,
6 eru hrossin, rúml. hundrað kindur, ungt og
gamalt. 7 ær dóu á einum degi, skömmu áður en
Elín, og bezti hesturinn skömmu seinna. Systur
mínar, föðursystur þínar, allar 3, lifa enn. Guð-
björg og Málfríður eru hjá mér, en Sigríður 1
kofa hér á Litlu-Háeyri. Hún er nú snart átt-
ræð og hefur enn ekki þegið af sveit. Gjörir
hún ekki minnkun mörgum yngri? Börn mín
lifa öll 5 tals enn nú, og börn Guðbjargar (sem
eg gat um í seinasta bréfi til þín 24. okto 1868)
lifa líka. Ólöf, dóttir mín, hangir enn við bú-
skap í vesöldinni. Eg gat þess í fyrra 24-10-68
í bréfinu til þín. Þjóðólfur segir, að sonur Guð-
mundar Sigurðssonar hreppstjóra í Hjörtsey
hafi drukknað í vetur. Var það bróðursonur
mannsins þíns eða var það nokkuð þér viðkom-
andi? Tíðarfarið hér hefur verið líkt og þú