Blanda - 01.01.1944, Side 320
316
dóttir á Hrauni ígrá; Jón Guðmundsson á Skip-
um Rosi; hans kvinna, Ingiríður Magnúsdóttir,
Svingla; hans sonur, Hafliði, Stóri-Blesi; hans
sonur annar, Páll, Minnavíti; Sigurður Bergs-
son á Hrauni Merarson; kvinna lögréttumanns-
ins Þorsteins Eyjólfssonar, Svanhildur Sigurð-
ardóttir, Lóðabytta; kvinna Þorláks Bergssonar
á Hrauni, Guðný Þórðardóttir, Langvía; kvinna
Sigurðar Jónssonar í Einarshöfn, Ingunn Brynj-
ólfsdóttir, ígrá.
Eru nú þessir menn hér til áheyrslu, sem
eignaðar eru þessar nafnagiftur, að upp með
þær komið hefðu, allir fyrir utan Jón Eyjólfs-
son, sem fyrir sunnan til sjóróðra sagður er og
verið hafa síðan sláttalok, og þverneita þeir
allir, að þeir hafi upp með þessar nafnagiftur
komið, nokkurn mann uppnefnt eður í nokkr-
um ráðum eður meðvitund þar um verið. En
hérnefndur Gísli Pálsson, sem téðar nafnagift-
ur eru eignaðar eftir þingmannarómi, segist í
sumar á Eyrarbakka í nálægð kaupmannanna
beggja, Páls Christianssonar Birck og Rasmus-
ar Hanssonar Munch, ásamt velbyrðugs herra
amtmannsins fullmegtugs, Seigr Pauls Beyer,
framsagt hafa eftir þeirra spurn og eftirleitni,
að yfirkaupmaðurinn Páll Christiansson hefði
verið kallaður Ólöfarstreðill, en undirkaupmað-
urinn Rasmus Munch Halldórustreðill. Fram-
ber nú Gísli opinberlega, að í fyrrahaust A°
1703, þá Eyrarbakkaskip hafi verið afsiglt,
hafi Kári Jónsson, ófeigur Jónsson, Brandur
Sveinsson og hann sjálfur verið allir til samans
við stofugluggann á Skúmsstöðum, og segist
hann þá heyrt hafa, að þeir hafi þar um hönd
haft nafnagiftur nokkrar af þeim, sem hér eru