Blanda - 01.01.1944, Síða 322
318
og Halldór Þórðarson. Og eftir því að Sigurður
Jónsson hefir þetta málefni á þingi uppborið
næstliðinn 19. Junii og þingmenn í það sinn
samankomnir þóttust heyrt hafa nafnagiftur
uppkomnar vera í þessum hrepp og eignaðar
þeim mönnum, sem hér þar til teiknaðir eru, að
upp með þær komið hefðu, þó ei vissi þeir, hvað
þar um satt væri, og nú líka á þessu þingi er
samankomnara þingmanna rómur, að hér títt-
nefndum mönnum: Gísla Pálssyni, Kára Jóns-
syni, Ófeigi Jónssyni, Brandi Sveinssyni, Ormi
Þórðarsyni og Jóni Eyjólfssyni væri fyrrskrif-
aðar nafnagiftur eignaðar, sem fyrr er á minnzt,
— því er dómsmanna sameiginleg ályktun, að
þessi þingmanna rómur sé með eiði staðfestur
í þann máta, að tveir sverji, en átta sanni, að
so hafi þeir heyrt, en viti ei, hvort satt sé, eftir
25. Cap. Mannhelgis.
Og sóru nú tveir ehrlegir menn, Brynjólfur
Jónsson og Sturlaugur ólafsson, solátandi eið
sem eftir fylgir: „Til þess legg eg Brynjólfur
Jónsson og eg Sturlaugur ólafsson hönd á helga
bók og það segi eg guði almáttugum, að eg hef
heyrt þessum mönnum hér í Stokkseyrarhrepp
eignað, að upp með nafnagiftur komið hefðu:
Gísli Pálsson umferðardrengur í Stokkseyrar-
hrepp, Ófeigur Jónsson í Skúmsstaðahverfi,
Kári Jónsson í Einarshöfn, Brandur Sveinsson
í Skúmsstaðahverfi, Jón Eyjólfsson í Stokks-
eyrarhverfi og Ormur Þórðarson í Traðarholti,
en ei veit eg, hvað satt er. Og að so stöfuðum eiði
sé mér guð so hollur sem eg satt segi, en gram-
ur, ef eg lýg“. Þennan eið sönnuðu átta menn,
nefnilega: Jón Nikulásson, Jón Arnoddsson, Er-
lendur Benteinsson, Jón Magnússon, Magnús