Blanda - 01.01.1944, Page 323
319
Ólafsson, Bjarni Jónsson, Þorkell Jónsson og
Ásgrímur Eyvindsson.
Og eftir því engin líkindi fram koma, þó
grandvarlega hafi eftirleitazt verið, þessu máli
til upplýsingar fremur en almennilegur þing-
mannarómur, þá dæma tilnefndir dómsmenn
Ófeigi Jónssyni, Kára Jónssyni, Ormi Þórðar-
syni og Brandi Sveinssyni lýrittareið þann
meiri af að leggja innan sex vikna særra daga
fyrir þær nafnagiftur, sem þeim eftir þing-
mannarómi hafa eignaðar verið, að upp með
þær komið hefðu, og láta þeir allir sér vel lynda
þennan eið og eiðsfrest.
Þessir menn eru nefndir Ófeigi Jónssyni til
eiðvættis: Bjarni Jónsson í Háeyrarhverfi,
Snorri Nikulásson í Nesi, Einar Jónsson á
Skúmsstöðum og Gísli Gunnarsson á Hrauni.
Hafi Ófeigur tvo af þessum, sé sjálfur þriðji,
og tvo fangavotta. — Kára Jónssyni eru þessir
menn til eiðvættis nefndir: Arnór Gíslason í
Einarshöfn, Hinrik Vigfússon í Einarshöfn,
Sigurður Björnsson í Skúmsstaðahverfi og
Bárður Guðmundsson á Háeyri. — Ormi Þórð-
arsyni í Traðarholti eru nefndir þessir menn til
eiðvættis: Páll Jónsson á Skipum, Bergur Stur-
laugsson á Kotsleysu, Jón Þorkelsson í Stokks-
eyrarseli og Helgi Jónsson í Hraunshverfi. —
Brandi Sveinssyni eru þessir menn til eiðvættis
nefndir: Kolbeinn Jónsson á Baugsstöðum, Vig-
fús Þórðarson í Traðarholti, Ásbjörn Sighvats-
son í Skúmsstaðahverfi og Árni Jónsson á Kala-
stöðum, hafi tvo af þessum, sjálfur hinn þriðji
og tvo fangavotta (so sem hinum hér fyrrskrif-
uðum mönnum er tilsagt að gjöra), þá hann
sína frómleiks vitnisburði fengið hefur hjá
heiðurlegum sr. Snorra, sem fyrr er á minnzt.