Blanda - 01.01.1944, Page 326
322
Sigurðsson hefir verið seinni maður Ásu, en
fyrri maður hennar hefir verið Ari í Neistakoti
1775-76, faðir Valgerðar á Gamla-Hrauni og
Magnúsar í Mundakoti.1)
En hver var Ari í Neistakoti, og hvað verður
um hann vitað ? Er þá fyrst að athuga heimildir
þær, sem til greina gætu komið. Prestþjónustu-
bækur og sóknarmannatöl úr Stokkseyrarsókn
eru öll glötuð fram til ársins 1818. Manntals-
bækur Árnessýslu eru glataðar á tímabilinu frá
1774—1798 að báðum þeim árum meðtöldum.
Verzlunarbækur einokunarverzlunarinnar á
Eyrarbakka, þar sem skráð mundu hafa verið
nöfn fjölda viðskiptamanna, eru taldar glatað-
ar erlendis á því tímabili, sem hér skiptir máli.
Hins vegar eru til skiptabækur Árnessýslu óslit-
ið að mestu allan síðara hluta 18. aldar, og eru
þær afar mikils virði sem heimildir um ættir.
Einnig eru varðveittar dómabækur Árnessýslu
1) Það er að vísu ósannað mál, að Ari og Ása hafi
verið gift, og manntal 1801 kallar hana ekkju í 1. sinn.
En því miður er manntal þetta hvergi nærri áreiðan-
legt í þeim efnum, og hefi eg rekizt á allmörg dæmi
þess. Þannig er systir Ásu, Jarþrúður Magnúsdóttir í
Garðinum á Eyrarbakka, sögð gift í 1. sinn, en á að
vera í 2. sinn. Sama villa er sögð um Vilborgu Magnús-
dóttur i Mundakoti, Gísla Eyjólfsson á Kalastöðuni,
Kolbein Jónsson i Brattsholtshjáleigu, Erlend Helgason
á Hæringsstöðum, Þorleif Valdason á Selfossi, Pál Jóns-
son í Halakoti í Hraungerðishreppi. Arnór Erlendsson
í Hólum er sagður kvæntur 2. sinn, en á að vera í 3. sinn,
Salvör Gamalíelsdóttir í Mundakoti sögð ógift, en á að
vera ekkja 1. sinn, og fleiri dæmi mætti nefna auk ým-
issa villna af öoru tagi. Umsagnir manntalsins um gift-
ingar ber því að taka með nokkurri varúð.