Blanda - 01.01.1944, Page 327
323
frá sama tíma, og er þar fjölda manna getið
ýmist sem vitna eða á annan hátt, og er margt
á því að græða. En í þessum heimildum er Ara
í Neistakoti hvergi getið eða neins þess manns
með því nafni, sem gæti verið hann. Sama er
að segja um hið ófullkomna manntal frá 1762,
þar sem eingöngu heimilisfeður eru nafngreind-
ir. Eg hefi því í fám orðum sagt ekki rekizt á
neina heimild, sem nefni Ara í Neistakoti og
hvað þá heldur, hvers son hann var.
Af yngri heimildum er einkum ein, sem þess
hefði mátt af vænta, að einhver skil kynni á Ara
í Neistakoti, en það eru ættartölubækur Bjarna
Guðmundssonar (Ættartölu-Bjarna), sem var
ættaður í öll kyn úr Stokkseyrarhreppi og var
orðinn þrítugur að aldri, er Valgerður á Gamla-
Hrauni dó (1859), dóttir Ara. En því fer fjarri,
að neitt sé á þeim að græða um þetta, því að
Bjarni veit ekki einu sinni, hvers son Magnús
í Mundakoti var, bróðir Valgerðar, telur hann
Guðmundsson og blandar honum þar auðsjáan-
lega saman við Magnús Guðmundsson í Simba-
koti. Fyrir 1930 grennslaðist eg vandlega um
þetta efni hjá gömlu og fróðu fólki eystra, svo
sem Ingigerði Jónsdóttur í Nýjabæ og Þorkeli
Guðmundssyni á Gamla-Hrauni, sem voru bæði
komin af Ara í Neistakoti, en enginn vissi þá
orðið nein skil á ætt hans eða faðerni. Eftir að
Bergsætt kom út, höfðu sumir fengið þá hug-
mynd, að Ari, faðir Valgerðar á Gamla-Hrauni
og Magnúsar í Mundakoti, hefði verið Ari
hreppstjóri hinn ríki á Eystri-Loftsstöðum,
sonur Bergs í Brattsholti, en eg hefði sleppt
þessum börnum hans úr niðjatalinu. En hefði
það verið athugað, að Ari Bergsson dó 1769, en