Blanda - 01.01.1944, Page 328
324
systkinin ValgerSur og Magnús eru fædd 1775
og 1776, hefði aldrei þurft að koma til slíkrar
getgátu.
Af þeim staðreyndum, sem hér eru fyrir
hendi: að Ari í Neistakoti kemur aldrei við
manntalsbækur Árnessýslu, hvorki sem búandi
né búlaus, né við aðrar heimildir, sem kunn-
ugt er um, að hann virðist búa stutt og eiga að-
eins tvö börn, að ekkja hans giftist aftur manni,
sem hún er einnig búin að missa fyrir 1799, og
að hann virðist falla nokkuð fljótt í gleymsku
meðal niðja sinna, — hefi eg gert mér í hugar-
lund, að hann sé fæddur eftir að manntalið 1729
var telcið eða á árunum 1730-40 og hafi dáið
tiltölulega ungur. Þykir mér ákaflega sennilegt,
að hann hafi verið einn af þeim 10 innlendu
mönnum, það er Eyrbekkingum, sem drukkn-
uðu af lóðsbátnum á Eyrarbakka 17. sept. 1781,
en nöfn þeirra nálega allra eru því miður ókunn,
og verður því ekkert um það fullyrt. En sé ekki
gert ráð fyrir óvenjulegum aldursmun þeirra
Ara og Ásu, sem var fædd 1743, eins og áður
segir, verður ágizkunin um aldur hans að telj-
ast eðlileg.
Þannig er þá vaxin sú takmarkaða vitneskja,
sem mér virðist vera fyrir hendi um Ara í
Neistakoti. Eina ráðið, sem tiltækilegt er í von
um að komast á snoðir um ætt hans, virðist vera
það að athuga nöfn meðal niðja hans, ef þau
kynnu að gefa einhverja bendingu.
Eins og áður er sagt, áttu þau Ari og Ása tvö
börn, Valgerði og Magnús. Valgerðarnafnið er
móðurnafn Ásu. Magnúsarnafnið gæti og verið
föðurnafn Ásu, en þegar athugaðar eru almenn-
ar venjur um nafngiftir, er það heldur ólíklegt,