Blanda - 01.01.1944, Side 329
325
að bæði börnin beri nöfn úr móðurætt, en hvor-
ugt úr föðurætt. Venjan hefir lengst af verið
sú, að móðir ráði nafni fyrsta barns síns, en
faðir nafni þess næsta. Þar sem ekki er annað
við að styðjast, liggur því næst að álykta sem
svo, að Magnúsarnafnið sé föðurnafn Ara, enda
er það nafn mjög algengt með niðjum hans síð-
an. Eg held því, að Ari í Neistakoti hafi verið
Magnússon.
Ef litið er yfir manntal í Stokkseyrarhreppi
árið 1729, eru þar búandi þrír Magnúsar, sem
hver um sig gæti aldurs vegna verið faðir Ara.
Menn þessir eru Magnús Þórðarson á Litla-
Hrauni, Magnús Þorsteinsson í Traðarholti og
Magnús Torfason í Salthól. Um tvo hina fyrr-
nefndu er svo mikið kunnugt, að vitað er, að
Ari hefir ekki verið sonur þeirra. Um hinn
þriðja, Magnús Torfason í Salthól, gegnir öðru
máli. Árið 1729 er hann heima hjá föður sínum,
29 ára gamall, ásamt konu sinni, Guðrúnu
Grímsdóttur, 28 ára gamalli. Þau eru þá eflaust
nýgift, því að þau eru ekki farin að eiga nein
börn. I bændatali 1735 er Magnús búandi í Salt-
hól ásamt föður sínum, og sama ár er hann
nefndur sem vitni í Þingbók Árnessýslu. Sam-
kvæmt manntalsbókum sýslunnar hefir Magn-
ús flutzt út á Eyrarbakka eftir 1750, og þar dó
hann um 1757, að því er virðist. Magnús var
sonur Torfa í Salthól, f. 1663, á lífi 1735, Magn-
ússonar á Kotferju 1681, Arnórssonar (Laga-
Nóra) í öndverðarnesi, Jónssonar, en kona
Torfa var Vilborg Sighvatsdóttir. Börn Magn-
úsar í Salthól eru hvergi skráð í ættartöluheim-
ildum, svo að eg viti til, og gegnir um þau sama
máli að því leyti sem fjölda annarra á þeim