Blanda - 01.01.1944, Page 330
326
tímum. En eg þykist hafa fundið með sæmilegri
vissu, að þau Magnús og Guðrún hafi átt að
minnsta kosti þrjú börn, sem upp komust og
ættir eru frá komnar. Sonur þeirra hefir verið
Ari í Neistakoti, en dætur Guðbjörg, kona Guð-
mundar Hafliðasonar á Skipum, og Vilborg,
sem átti fyrr Guðmund í Mundakoti Jónsson í
Ferjunesi, Ketilssonar, en síðar Jón í Munda-
koti Magnússon í Ranakoti, Erlendssonar. Kem-
ur þetta allskýrt í ljós, þegar athuguð eru nöfn-
in í ættum þessum, eins og eftirfarandi yfirlit
ber með sér:
MagnÚM Arnórison á Kotferju 1681
I
Torfi I Salthól »> Vllborg Sighvatsdóttir
I
Magnút i Salthól « Guðrún Qrimsdóttir
l
Arl I Neistakoti Vilborg i Mundakoti Guöbjörg á Skipum
n Ása Magnúsdóttir »> Jón Magnússon •> Guöm. Hafliöason
i i l T i
Valgcröur Magnús m Ingigeröur Ari Magnús Sesselja
» Þork. Jónss. 1 Mundakott I •> Bjarni Loftss.
Sfmon Ari Guðrún Ingvar Magnús Guðrún Guðrún Ari
Ása Arl o. fl. Vilborg Magnús Guðrún
Hér endurtaka sig sömu nöfnin í ættinni:
Magnús, Ari, Vilborg, Guðrún, svo að varla er
um að villast, allt samkvæmt almennum nafn-
giftarvenjum. Það kemur nú í ljós, að þau Ari
í Neistakoti og Ása, kona hans, hafa alizt upp
svo að kalla samtýnis, hann í Salthól, en hún á
Litla-Hrauni, og því þekkzt frá því, er þau voru
börn. Enn fremur sést nú, að þau Mundakots-
hjón, Magnús Arason og Ingigerður Jónsdóttir,