Blanda - 01.01.1944, Page 331
327
hafa verið systkinabörn. Loks mætti geta sér
þess til, að þegar Þorkell Jónsson á Háeyri
keypti Gamla-Hraun ásamt Salthól út úr
Hraunstorfunni árið 1807, hafi Valgerður Ara-
dóttir, kona hans, nokkru um þau kaup ráðið,
þar sem hér var um að ræða æskustöðvar föður
hennar og ábýlisjörð afa hennar og langafa,
enda fluttust þau hjón nokkru síðar að Gamla-
Hrauni og bjuggu þar til æviloka.
Hinir mörgu afkomendur Ara í Neistakoti
geta nú rakið ættir sínar langt og víða í gegn-
um hans ættgrein. Verður það ekki gert hér, en
þeim, sem frekara girnast að vita um þær fram-
ættir, má vísa í Smævir IV, 224, og Víkings-
lækjarætt, bls. 67-71 neðanmáls. Væntanlega
mun eg og rita nokkuð um ætt Laga-Nóra á
öðrum stað.
Niðurstaðan af athugunum þessum er í stuttu
máli þessi:
Magnús Torfason í Salthól, síðast á Eyrar-
bakka, f. 1700, d. um 1757, átti fyrir konu Guð-
rúnu Grímsdóttur, og áttu þau að minnsta kosti
þessi þrjú börn:
la. Ari Magnússon í Neistakoti á Eyrarbakka,
f. fyrir eða um 1740, d. fyrir eða um 1780,
átti Ásu Magnúsdóttur bónda á Litla-
Hrauni, Þórðarsonar, og var hann fyrri
maður hennar. Börn þeirra voru:
2a. Valgerður Aradóttir, f. í Neistakoti
1775, d. 7. febr. 1859, kona Þorkels
skipasmiðs og hreppstjóra á Háeyri og
Gamla-Hrauni, Jónssonar. Frá þeim er
komin Gamla-Hraunsætt.