Blanda - 01.01.1944, Page 338
334
fleiri mönnum að samanlesa og yfirfara dóm frá 13.
september 1624. Síðan var Helgi skrifari Brynjólfs
biskups Sveinssonar í Skálholti. En hann veik þaðan
1652 til að gerast aðstoðarprestur föður síns í elli hans.
Þegar Helgi fór úr Skálholti, tók biskup af honum
vitnisburð. Þar segir: „Heffe eg nú í þrjú missere og
nockud á hid fjórda hans þienare og skrifare verid, og
optsinnis, bæde i margmenne og fámenne, á hans reis-
um og heima í hans húsum og herbergjum, og vel eins-
lega heyrt og vitad, hans bref og skickaner sied og skrif-
ad, hans framferde gaumgjæft og til vara teked, og
aldrei í öllu þessu annars enn aadurschriffadz heidur-
legs loflegs og gudrækelegs var nie vijs ordid“. Þessi
vitnisburður er tekinn i Skálholti 18. nóvember 1652.
Brynjólfur biskup gefur Helga eftirfarandi vitnis-
burð 13. febrúar 1653: „Suofelldann vitnisburd gef eg
underskrifadur heidarlegum manne Sera Helga Grijms-
syne, þar hann af mier oskad hefur sannenda medkenn-
yngar vm syna hegdan og breitne vm þann tyma sem
eg til hans vitað hefe, sem er nockud a hid fjorda miss-
ere, er hann hier j Skalholte dvaldest j minne þjenust
og skrifara embætte, þa veit eg ei annad til hans ad
seigia enn erlegt og heidarlegt til mals og gjorda, þuij
hann umgegst hier og reindest j ollum portum sem ein-
um erlegum rádvondum skyckanlegum og godsidugum
vngum manne vel somer og hæfer, speklindur og sluudur-
laus, hreinsinnadur og þo stilltur j allann mata sem
best matte vera, suo mier hefur hann reinst og vidst
afbrigde flest allra vngra manna sem ecke hafa leingra
frama sókt, bæde til skinseme og gods dagfars. Suo j
sama mata skildest hann hier vid j besta mata med villd
og vinskap vid alla menn sem eg til visse, suo jeg
hefde honum giarnann leingur halded, ef ecke hefde
naudsynjar so(kn)anna til hans kallad sokum veik-
leika og alldurdoms hans kiæra födurs. Þuij oska eg
honum Guds nadar og allrar velferdar fyrr og sydar
med godra manna hylle og vingeinge, huors hann vel
verdugur mun reinast, þackande honum fyrer trua þien-
ustu, holla og skickannlega vmgeingne, og viljande