Blanda - 01.01.1944, Síða 339
335
giarnan hann stoda til hins goda efter megne, huar og
nær sem eg mætte þar framkoma ad honum betur lyk-
ade. Aller sieum vier Gude gefner og byfalader j Jesu
nafne amen“.
Helga presti er svo lýst í prestasögum, að hann hafi
verið mikill maður og sterkur, vel lærður og fornfræða-
elskari. Hann hefur verið merkismaður í mörgu og í
miklu áliti. Séra Helgi var kvæntur Guðríði Stefáns-
dóttur, systur séra Björns á Snæfuglsstöðum, er fór með
honum í Þórisdal.
Nútimamönnum finnst það ekki mikið þrekvirki að
fara um hásumarið inn til jökla. En þetta var annað á
17. öld. Byggðarmenn þorðu ekki að hætta sér nema
lítið eitt út fyrir heimahaga sína vegna hræðslu við úti-
legumenn, tröll og aðra óvætti. Fjallvegir, sem fjöl-
farnir voru til forna, voru ókunnir vegna þessarar
hræðslu og hjátrúar. Hugmyndir fólks um það, hvað
gæti verið í óbyggðunum, voru hinar furðulegustu. Það
má því heita djörfung ekki alllítil að leggja á ókunna
stigu að leita þess dals, sem átti að vera einhver af
undarlegustu stöðum á íslandi að Heklu frátekinni.
Það má segja með sanni, að þeir prestarnir þrír hafi
rofið þá miklu hulu, sem hvíldi yfir óbyggðunum, sann-
að, að til var engin ókunn stétt manna, sem lifði á stöð-
um, þar sem voru betri skilyrði til búskapar en í byggð-
um. En þó hefur trúin á slíka staði lifað allt fram á síð-
ustu öld.
Sagnir herma, að Helgi prestur hafi kannað fleiri
staði en Þórisdal. Hann fór einnig í Surtshelli. í hon-
um áttu eftir þjóðtrúnni að vera kynjavættir, sem
grönduðu þeim, er þangað leituðu. En ekki er til lýsing
þeirrar farar.
Það er auðséð á frásögn Helga prests, að hann hefur
þekkt þær sagnir um Þórisdal, sem getur í íslendinga
sögum, bæði Grettis sögu og Bárðar sögu. Hann vitnar
til þeirra oft í þættinum og ber saman staðhætti og ör-
nefni, sérstaklega við Grettis sögu. Einnig má sjá á frá-
sögn hans, að hann hefur verið lesinn í slíkum sögum,
enda er það ekki undarlegt, þegar á það er litið, að séra