Blanda - 01.01.1944, Page 340
336
Helgi var svo nákominn tveimur merkum unnendum
fornsagnanna á þeim tíma, þeim séra Þórði í Hítardal
og Brynjólfi biskupi. En þó virðist séra Helgi hafa
fengið hugmyndina um að leita dalsins á unglingsár-
um heima í sveit sinni. En þá skorti fylgdarmenn og
áræði til að framkvæma hugmyndina, og fekk hann háð
fyrir. En síðar hefur löngunin styrkzt við kynningu
mennta og sagna um dalinn.
Það má teljast þrekvirki þessara tveggja presta að
leita dals þessa, sem svo margar sagnir furðulegar voru
um, enda hefur ferðasaga þeirra vakið athygli og víða
verið getið. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson
ferðuðust um landið, fóru þeir í Þórisdal, en höfðu áður
kynnt sér ferðasögu séra Helga og studdust við hana.
Björn Gunnlaugsson kennari á Bessastöðum og Guðni
Runólfsson frá Brattholti fundu dalinn 1834. Sumarið
eftir fóru sjö menn og könnuðu dalinn, og Björn Gunn-
laugsson mældi hann og gerði af honum kort. Þessir
menn voru í förinni auk Bjarnar og Guðna: Þorgrímur
Tómasson á Bessastöðum, séra Páll Tómasson í Miðdal,
Þorsteinn Jónsson stúdent frá Reykjahlíð, Narfi Ás-
bjarnarson á Brú í Biskupstungum og Árni Björnsson
prófastur á Þingvöllum. Björn Gunnlaugsson hafði
einnig frásögn séra Helga og vitnar til hennar í ferða-
sögu sinni.
Eins og þegar hefur verið drepið á, hefur séra Helgi
haft Grettis sögu í huga, þegar hann reit þáttinn, og
einnig Bárðar sögu. Ef til vill hefur það verið ein ástæð-
an til þess, að hann lagði upp í þessa ferð, að sanna, að
þessar sögur væru ekki ósannar. Einnig hafa furðusög-
ur um dalinn æst forvitni hans.
Þær sögur, sem koma fyrir í upphafi þáttarins, ma
allar rekja til eldri heimilda, eður frá líkum tíma. Er
þá fyrst að geta, að menn hafa ímyndað sér dal, þar
sem sauðland var gott og þar byggju útilegumenn og
ættu fé vænna og stærra en byggðarmenn. Þessar sögur
eru sennilega gamlar og runnar frá sögn Grettis um
dalinn. Einnig var trú manna, að dalur þessi, er einnig
var Áradalur eða Valdadalur nefndur, væri gróðurrík-