Blanda - 01.01.1944, Page 343
339
Pyrri þeirra var Þorsteinn Torfason prests á Gilsbakka,
Þorsteinssonar bónda í Höfn í Melasveit. Torfi prestur
var bróðir Jóns Þorsteinssonar píslarvotts í Vestmanna-
eyjum. Þorsteinn var bóndi að Signýjarstöðum í Hálsa-
sveit.
Hinn var Vigfús Þórðarson, Böðvarssonar prófasts
í Reykjaholti. Vigfús bjó að Hurðarbaki og Helgavatni,
átti Elínu Jónsdóttur, Kolbeinssonar koparsmiðs, Bjarna-
sonar. Frá honum eru komnar miklar ættir um Suður-
land.
Sigurður Jónsson i Einarsnesi var lögmaður frá 1663
til 1676. Fundu því prestarnir dalinn 1664.
Þessi þáttur er hér prentaður eftir handritinu JS. 64
8vo. Mun það vera eiginhandrit Helga prests, því á
kápublaði stendur: „Þetta bið eg mér aftur sendist, ef
þér hafið copie þar af, þar eg ætla að gjöra ehartam
yfir Áradali, nam est originalis, með eiginhendi sra
Helga“.
Þátturinn hefur áður prentaður verið 1 íslendingi
3. ári bls. 81-93 neðanmáls. Einnig kafli úr honum í
Landfræðisögu íslands, og í Sunnanpósti 1836 eru prent-
aðir úr honum kaflar.
Um fylgdarmenn séra Helga er þess að geta, að Björn
prestur var sonur Stefáns prests í Nesi við Seltjörn,
Hallkelssonar s. st., Stefánssonar prests í Laugardælum,
Hallkelssonar. Björn var heitinn eftir Birni málara
Grímssyni prests í Hruna.
Séra Björn var mikill vexti og hið mesta hraust-
menni, rammur að afli. Hann var talinn forsjáll maður,
spaklyndur og glaðsinna, gestrisinn og að öllu vel far-
inn. Þótti hann mikilmenni og varð kynsæll. Hann var
allan sinn prestskap prestur á Snæúlfsstöðum. Hann
dó í ágúst 1717.
Kona séra Björns var Hildur Högnadóttir lögréttu-
manns í Gufunesi, Sigurðssonar frá Esjubergi, sem
lengi var ráðsmaður á Bessastöðum, Núpssonar ráðs-
manns á Bessastöðum og klausturhaldara, er bjó í Gufu-
nesi.
Séra Björn Jónsson var sonur Jóns lögréttumanns,