Blanda - 01.01.1944, Page 344
340
er fyrst bjó að Iðu hjá Skálholtshamri, er síðar varð
nafnfrægur yfirbryti í Skálholti í tíð Brynjólfs biskups
og hafði síðast Hamra í Grímsnesi, Jónssonar, Jóns-
sonar refs í Gröf í Grímsnesi, sem vann á Diðrik van
Minden hirðstjóra 1539. — Móðir Björns var Arnleif
Björnsdóttir frá Skildinganesi, Tómassonar. Hún var
seinni kona Jóns.
Séra Björn var fyrst nokkur ár yfirbryti í Skálholti
á fyrstu árum Þórðar Þorlákssonar biskups, en fekk
Hrepphóla 1677. Hann dó 1696. Kona hans var Þórunn,
dóttir séra Guðmundar Bjarnasonar í Laugardælum.
Jón Gíslason frá Stóru-Reykjum.
Kunnugt er mönnum, að oft hefur rætt verið
um dal þann, er getur í Grettis sögu Ásmunds-
sonar hins sterka, hver vera skuli í Geitlands-
jökli, þann Grettir fann, sem gáta er á, að til-
vísun Hallmundar, er byggði hellir nokkurn í
Balljökli með dóttur sinni. Nefnir Grettir þann
Þórir, er þá réði fyrir dal þeim, kenndi við hann
og kallaði Þórisdal.
Nú er enn getið um dal þennan í Bárðar sögu,
þar sem talar um glímur þeirra í Skjaldbreið,
þar svo segir: „Þar kom Ormur skógarnef og
glímdi við Þórir úr Þórishöfða. Sá dalur er í
Geitlandsjökli. Var Þórir þeirra drjúgari. Þar
var og Hallmundur úr Balljökli“.
Nú hefur þetta fyrr gjörzt en Grettir var í
Þórisdal, því fyrri var Ormur skógarnef, sem
getur í Njálu, bróðir eða náfrændi Gunnars á
Hlíðarenda, og hafa mér ei þær sögur fyrir
augu borið, er geti annars fyrirmanns dals þessa
en Þóris eins, hvorki áður né síðan. Er því það
til marks um, að þar aldrei mikið land né byggð-
arlag á hafi verið, er blendingur þessi eður þuss