Blanda - 01.01.1944, Page 346
342
eina og að þennan dal hafi úr engri áttu sjá mátt,
hvorki fyrir vestan af Kaldadal né fyrir sunn-
an af Skjaldbreið né að austan af Kjöl né að
norðan úr Geitlandi, heldur jökul einn, hvaðan
sem til væri litið, og því væri dalurinn í jöklum
luktur, þess og annars, að fannskaflarnir
skúttu fram yfir dalbrúnirnar, sem segir í Grett-
is sögu. Gefur hér um raun og vitni, að menn
sjá þangað ei nema jökul úr öllum þessum átt-
um, en öngvan dal, hver þó á endilega eftir sög-
unni þar inniluktur að vera. Og hér fyrir bæði
er hann og verið hefur flestum mönnum ókunn-
igur, en hafa þó jafnan margar gátur verið
um, hvort dalur þessi mundi þar vera eða ei, eð-
ur mundu þetta vera lygar einar, sem mörgum
er títt að efa nú hinar fornu frásögur, ef þeim
þykja ei alllíklegar og fá ei sjálfir raun að kom-
izt, eður og ef væri, hvar þá mundi vera helzt
eða hvern veg þar mundi nú umhorfs eða hvort
þar mundi enn mennskir menn vera og haldast
viljandi svo á laun og lifa við fé þar eða úr af-
réttum og annaðhvort þangað reka eða annars
túlka fé þangað með fjölkynngi og fornum
brögðum. Og að sönnu er mönnum kunnigt,
hvað ólíklega mikið að þrátt er um hvarf fjár
úr afréttum á fáum vikum sumars, sem aldrei
spyrzt upp né á f jöllum finnst eða sést vetur né
sumar. Eða megi og fé þar lenda að ófyrirsynju,
er það geisar vinda með jöklum, hitta fyrir dal-
inn eða dyr hans og renna inn, en hverfa ei síð-
an þaðan á brott, því þar hefur næsta gott sauð-
land haldið verið, síðan Grettir sagði landkosti
þaðan og sauðabragð, er dilkurinn hafði hálf-
vætt mörs (jafnvel mun það hafa verið handa-
hóf Grettis, því ei mun hann reizlu með sér borið