Blanda - 01.01.1944, Page 347
343
hafa). Og fyrir þessara landkosta sakir og fjár-
vaxtar hafa þeir trúað þar veðursælu vera, er
klettar og hlíðar mundu valda (og kváðu því svo:
Væri eg einn sauðurinn í hlíðum,
skyldi eg renna í Áradal
að forða mér hríðum).
Líka hafa menn enn heyrt menn mæla það
víða í sveitum, að eitt sinn var sauður hvítkoll-
óttur með öðru safni að Geitlandsréttum. Sá
bar af öðrum að allri ásýnd, bæði vöxt og gjörvi,
en er fé var að rétt komið, brást þar maður að
og mælti svo: „Nú er þú kominn hér, Kollur
Kollsson, skítseiði hið mesta í Áradal“, greip í
því sauðinn og hvarf á braut, og er ei getið, að
neinn hafi um hann forvitnazt meir og öngva
eftirför veitt. Hafa sumir haldið, að dal þenn-
an byggja mundu óvætti ein um langan aldur
eftir Þóris dauða, fjölkynngi full og forneskju,
og hafa því Áradal kallað, og það nafn hefur
honum helzt verið almennt í daglegu máli, bæði
nú á dögum og fyrir mörgum árum (sem áður
skrifaðar hendingar votta), og mundu þær álög-
ur á vera með fjölkynngiskrafti og formælum
þeirra dalbúa þar, að sá dalur mundi aldrei
fundinn verða, enda og öngvum hlýða eftir að
leita, því að svo skyldi hljóða morgunbæn þeirra
þar jafnan, er þeir stæði upp og kæmi út:
„Skegg-Ávaldi (það er Þór), skygg þú yfir land
þitt, svo aldrei nái Áradalur að finnast“. Hvar
af máske, að sumir hafi Þórisdal kallað.
En þetta er auðsær diktur einn, því hvar höf-
um vér það í sögum, að nokkur hafi þaðan kom-
ið með þessa þeirra bæn?