Blanda - 01.01.1944, Page 348
344
Nú er þó enn eftir það mest og nýjast, að
menn til vita, er Teitur nokkur, mikilmenni, er
bjó í Auðsholti fyrir austan Skálholt, hann
gjörði sig að austan meður flokk manna og
vopnaður vel og allt undir Skjaldbreið, eður
hvað lengra undir jökulinn hann fór að austan,
og náttaði þar. En það er sögn hans og þeirra,
er með honum voru, að þeim var varla vært um
nóttina. Gjörði á þoku mikla og létti eigi upp,
fyrr en þeir sneru hýbýlum á leið og heim aft-
ur til byggða. En úr þokunni var svo við kveðið:
Tröllin taka þig allan,
Teitur, ef fer þú að leita.
Síðan hef eg ei heyrt getið um, að nokkur
hafi til orðið þess að freista að finna upp eða
leita að nefndum Áradal (er með réttu nafni
heitir Þórisdalur, af þeim eina Þórir þuss, er
þar bjó). En oftlega hefur það til umræðu kom-
ið, einkum í héruðum þeim, er næst liggja jökl-
um þessum, austan og sunnan. Og svo líka hafa
borgfirzkir menn um þetta talað þrátt og haft
miklar ráðagjörðir (sumir hverjir heima að
baðstofum sínum), og hefur það komizt lengst,
að ungur maður nokkur fyrir fáum árum, 17
eður 18, sonur Gríms prests, er þá bjó á
Húsafelli, Jónssonar, Grímssonar í Kalmans-
tungu bjó, hann lézt mundu frumkvöðull að
gjörast að leita upp Áradal og skrifaði í hérað-
ið eftir mönnum til fylgdar sér. Þar voru til-
nefndir vaskir menn og áræðisgóðir. Tveggja
er einkum við getið. Var annar nefndur Þor-
steinn, son Torfa prests, er hélt staðinn að Gils-
bakka, en annar Vigfús Þórðarson, Böðvarsson-