Blanda - 01.01.1944, Page 349
345
ar prófasts að Reykholti var. En svo fór sem
vant var, að ekki varð úr nema ráðagjörð ein.
Þótti bændum sér nýtara að hyggja að heim-
kynnum sínum en rekast um jökla og óbyggðir,
er hætta var ein og hrakningur einn, en öngra
féfanga von. Fekk prestssonur gamansbréf aft-
ur af dalmönnum til farargreiða og sat því
heima við svo búið.
Síðan hefur enginn til orðið á þessa ferð að
hreyfa inn til nú fyrir skömmu um sumarið, er
annað alþing var Sigurðar Jónssonar lög-
manns, er sat að Einarsnesi við Borgarfjörð,
er hann hafði lögmaður orðið sumarið næsta
fyrir. Þá bjó að Húsafelli prestssonur sá, sem
fyrr er getið, og var nú prestur að vígslu. Hann
var Helgi nefndur. Helgi prestur var kvong-
aður maður og átti dóttur Stefáns prests, er sat
að Nesi við Seltjörn, en þó var hann andaður,
er hér var komið, og bjó kvinna hans eftir að
Nesi.
Björn hét maður, son Stefáns prests. Hann
var lærður maður og klerkur að vígslu. Hann
bjó að Snæúlfsstöðum í Grímsnesi og söng þar
að kirkjum um Grímsnesið. Björn var mikill
maður og sterkur, ungur og ókvæntur, áræðis-
maður mikill og hugaður vel.
Það var til tíðinda of sumar þetta, er nú var
greint, að þeir mágar, Björn prestur og Helgi
prestur, fundust þar suður að Nesi um alþing
og voru þar nokkrar nætur erinda sinna. Björn
prestur kvað ætlan sína, að mágur hans var mað-
ur allfróður í sögum og fornu riti. Þar kom niður
mál hans, að hann frétti eftir um Þórisdal, hvað
hann ætlaði um, hvar vera mundi. Helgi prest-
ur sagði slíkt er honum þótti líkast, að eitthvað