Blanda - 01.01.1944, Page 350
346
merki hans mundi mega sjá af miðjum Geit-
landsjökli, er lægi austanvert við Kaldadal, því
væri dalur sá langur, þá væri hann annaðhvort
um miðjan jökulinn eður sæist til hans af hon-
um miðjum einhverjar líkur eða merki.
En af tali þessu kom það upp um sumarið, að
Björn prestur reið við 3. mann úr Grímsnesi
og kom til Húsafells um nótt að hitta Helga
prest, mág sinn, og systur sína. Birni presti var
vel fagnað. En er hann hafði verið tvær nætur
að kynni, bjóst hann brott, og fylgdi Helgi
prestur honum á leið. Þeir riðu frá Húsafelli
öndverðan dag næstan fyrir Ólafsmessu hina
fyrri, það var fimmtudag, og gjörðu engi orð
á um ferðir sínar. Þeir riðu brátt ei almanna-
veg, í fullt suður á fjallið upp frá Húsafelli,
fyrir vestan gil það, er þar fellur ofan gljúfrið,
og þaðan stefndu þeir beint suður á jökul þann
Ok er kallaður. Og er þeir komu norðan-
vert við Okjökulinn, þá námu þeir staðar og
skyggndust fyrir. Ungur maður nokkur var í
ferð þeirra, er Björn hét Jónsson á Hömrum bjó
í Grímsnesi. Björn var maður skólagenginn og
menntur vel. Nú sem hér var komið, gjörðu
klerkar bert fyrir Birni og kváðust mundu leita
upp Áradal, er lengi hefði margar gátur um
verið, létust og staðráðnir nú í brott þaðan að
stefna þvert austur yfir miðjan Kaldadal og
upp á Geitlandsjökul í austur þaðan og sögðu
svo, að sú ferð skyldi ei lengur yfir höfuð leggj-
ast, kváðu þeir og Björn skyldi með fara til
forvitnis og frásagna og gæta hesta, ef geyma
þyrfti. Birni þótti þetta fýsilegt og lézt klerk-
um fylgja skyldi, hvað sem yfir gengi.
Enn höfðu klerkar knap lítinn í ferð með sér,