Blanda - 01.01.1944, Page 351
347
ei allfémikinn. Hugðu þeir svo, ef að þeir kæmi
þar að Áradal, er örvænt sýndist ofankomu, þá
mundu þeir láta smáknap þenna síga fyrir
bergið og skyggnast um. En það varð ei svo, er
að fram kom. Tjald höfðu þeir einninn og
nokkra nátta kost.
Svo hófu þeir stefnu, sem fyrr segir, í fullt
austur, þar sem þeim sýndist nokkuð af Oki
höggva fyrir, sem jöklamót væri og í dökk fjöll
sæi norðanvert, en lág eður dæld í jökulinn að
sunnan. Varð þeim ei til fyrirstöðu allt að jökl-
inum nema bjargás einn, er gengur norður um
Kaldadal sunnan allt úr jöklinum eystra, og er
norðan undir honum fönn og vatn, er þangað
safnast af söndunum fram undan jöklinum. Var
þar ei að sýn hestfæri ofan.
En í einstigi nokkru hrapaði Björn prestur
hesti sínum ofan í ána, er þar rann undir björg-
unum. Er það ei mikið vatn, straumlaust, en
mikið djúp og mjög með aurkvíslum og svo allir
þeir sandar, er austur liggja þaðan undir jökul-
inn. Á þessum vegi flaug fyrir framan þá hrafn
einn, er kom norðan af jöklinum, og lét hann
öngvum látum í þeirra eyru, en stefndi beint út
á Ok. Sáu þeir hann ei síðan, en það þótti þeim
eftirlits, að hann væri mjög starsýnn til þeirra
(þagði jafnan).
Svo riðu þeir yfir sandana allt að jöklinum,
klifruðu svo langt upp með honum í fellskriðu
eina, sem þeir gátu lengst, og með honum inn í
vik nokkurt, þar er á féll fram undan jöklinum
í mót þeim. Voru þeir þá fyrir norðan ána, en
aldrei sáu þeir hennar upptök síðan.
Nú sem að jöklinum kom, sýndist þeim hann
miklu brattari en áður, er langt var til að sjá,