Blanda - 01.01.1944, Page 352
348
og sáu klerkar sér ei ráðrúm að koma hestum
sínum þar upp, því hvergi var tilsýn utan í vík
þeirri, er gekk austur í jökulinn og áin féll
fram undan í mót þeim, því annarstaðar voru
snjóflóða-hrapanir, stórkostlegar sprungur og
jökulgjár mjög djúpar og ófærar og allófrýni-
legar ásýndum.
Nú tjáði ei þar yfir að standa, annaðhvort
var frá að hverfa eður til að ráða.
Þá strengdi Björn prestur þess heit, að hann
skyldi með hest sinn, þann Skoli var kallaður,
upp á jökulinn komast og Þórisdal upp finna,
ef þar í jöklinum væri, og eigi fyrr aftur hverfa
nema austur af jöklinum ella, svo framt ekki væri
guði í mót. En Helgi prestur hét því, að hann
skyldi við leita til kristinnar trúar að koma því,
er þar fyndi í Þórisdal, ef nokkur mennsk skepna
væri þar fyrir þeirra augum og þeir mættu orð-
um við koma, karlkyns eða kvenkyns, og sam-
þykkti Björn prestur heitið að sínum hlut að
veita þar til fortölur og orðaflutning.
Það var og ummæli þeirra, að þeir mundu þá
strax skíra, ef nokkur mennsk skepna þar trúnni
játaði og þekkjast vildi, hvað sem síðar af-
gjörðist. Eftir þetta tóku þeir það til ráðs að
láta þar eftir við jökulinn einn hest og tjald og
fans við stein einn stóran, er þar stendur
skammt norður frá ánni, og eru á steini þeim
vörður þrjár látnar til saktar marka, og þar
eftir knapinn að gæta þessa, og var hann vand-
lega áminntur að láta þar fyrirberast, hvað
sem í gjörðist, til þess þeir kæmi aftur að nóttu
eða annars dags forfallalaust. Síðan höfðu þeir
sig á leið, klerkar báðir og Björn hinn þriðji,