Blanda - 01.01.1944, Page 353
349
tóku með sér brauð og eina brennivínsflösku,
kváðu Áradalsmenn mundu því óvanir.
Vopn voru engi í þeirra ferð, og ei vildu
þeir þau hafa nema smáknífa eina og sitt stjaka-
brot hver við að styðjast um jökulinn, ef þyrfti.
Ei ætluðu þeir og til neinna manndrápa að
gjörast né neitt mein þeim, er fyrir væri, fyrr
að bragði.
Nú stigu þeir á hesta sína og riðu alla leið að
jöklinum og klifruðu svo langt upp með honum
í fellskriðu eina norðanvert við jökulvíkina, sem
þeir gátu lengst, og létu svo hestana hrapa ofan
eftir skriðunni á jökulfönnina fyrir ofan ár-
fallið og gjána. Þar var fyrir sléttafönn, er vel
mátti ríða, og það lengi eftir jöklinum, að þeim
virtist í fullt suður eður lítið austar.
En er af dró þeirri lægð og hærra bar á jökl-
inum, þá var ber svelljökull fannlaus, fullur
með gjár og sprungur, og lágu flestar þvert
fyrir þeim, svo sem jöklinum hallaði norður, en
þeir sóttu þá austur á sem mest. Og þessar gjár
voru sumar fullar með vatn, og flóði svo úr þeim
ofan um jökulraufarnar, en sumt hvarf aftur
í fannir þar og þar, en sumstaðar riðu þeir
vatnið á svelli, svo sem á vordag, þá mikil leys-
ing er í byggðum. Ei .höfðu þeir tölu á gjám
þessum, helzt fyrir því, að þær voru öngvar, er
ei mátti yfir komast annaðhvort hátt í jöklin-
um suður á endann eður lægra norður og of-
an. Sumar voru ei stærri en yfir mátti stökkva
[eða] fyrir varð sneitt með öllu. Og með þessu
móti komust þeir af svellajöklinn. En það var
ráð þeirra, ef nokkur væri svo löng, að ei mætti
fyrir komast á þeirra leið, að þeir mundu bera