Blanda - 01.01.1944, Side 354
350
í hana snjó og troða hann svo mjög, að hann
yrði að brú, heldur en þeir hyrfi frá.
Nú tók aftur fönn við, og hana riðu þeir lengi.
Þar var ás mikill og þungfært mjög, því veður
var lengi dags einkarfagurt, heitt og blítt. Og
er þeir áttu skammt eitt þangað, er þeir hugðu
jökullinn mundi ei úr því hækka austur á leið,
þá setti gúlp á jökulinn á tvær hendur, fyrir
sunnan og norðan, en loftaði undir þvert aust-
ur yfir jökulinn, svo heiðan sá himin rétt fyrir
stefnu þeirra. Bar það svo til, að jöklarnir eru
tveim megin að miklu hærri en dæld þessi, og
lægð í jökulinn vissi þá austur af. Ei léttu klerk-
ar ferð sinni við þetta og kváðu það undurleysu,
þótt þoka legðist á háfjöll. Um það bil heyrðu
þeir árnið undir fætur sér, en engi sáu þeir lík-
indi til vatns. Gátu þeir á sú mundi falla norð-
ur í dallendu af hájöklinum og þar deilast undir
jöklinum og ýmsa vegu fram koma, því þeim
þótti niðurinn miklu meiri að heyra en á sú ein
mætti valda, er heim fellur úr jöklinum og þeir
höfðu yfir riðið.
Eftir þetta sóttist jökullinn, og komu þeir á
bera jörð, en ekki gras. Það var sléttur mógrýtis-
hryggur, svo sem gilþröm, og þaðan tók jöklin-
um mjög að halla austur og öðrum hluta í land-
norður og var flatur mjög sem dalur um þveran
jökulinn, og sá sumstaðar, að stóðu upp svart-
ar klettasnasir og gnýpur, en norðan til voru
fell mikil, samfest með jökulskriðum og fönn-
um, en ekki gras í, og var þar miklu hærra upp á
jökulinn norðanvert.
Svo komu þeir lengra á jökulinn eftir áður
sögðum mógrýtismelhrygg, til þess að hjó fyrir
berg, þó ei slétt, heldur með stöllum, og þar