Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 356
352
en í miðri hlíðinni sáu jarðveg, eða mundi svo
litt vera mógrjótið, en hvergi var grænt að sjá.
En niður í dalnum voru meleyrar og sumstað-
ar jökulhlaup, svo sem snjóflóðshrjónungur og
óslétta höfðu runnið fyrst ofan úr jöklinum og
svo eftir dalnum austur á við. Hvergi var í hon-
um klif að sjá, engi foss og ekkert vatnsfall, að-
eins vatnsdrefjar mjög litlar, straumlítið að sjá,
svo það dróst sumstaðar svo sem í smálón eða
tjarnir, og það lengst suður á, sem eftir daln-
um sá, þá glampaði þar í lygnavatn, og var þá
allgrunnur orðinn dalurinn og aungvar hlíðar að
nema flatajökullinn tveim megin fram að mel-
eyrunum. En þar, er dalurinn beygist lengst
norður í hring, voru smáfell tvö, og var hvoru-
tveggja blásið, en þar þótti þeim niður undir
að sjá sem graseyrar eða flatir litlar fram að
árfarvegnum. Tóku fell þessi upp úr jöklinum,
en hann féll slétt og lágur fram að þeim að norð-
an. öngvir sáust þar hverir, svo reyk legði af,
og hvergi skógur, víðir, lyng né gras, framar en
nú er sagt. Eru það og engi undur, þótt afdal-
ur sá, innan í jöklum luktur og allþröngur, hafi
misst grasbrekkur þær, er í fyrnd þar sem ann-
arstaðar verið munu hafa. En hverir eða vermsl
kunna þar svo í einhverjum stað verið hafa, að
ei sæi þessir menn, því þeir gengu ei ofan
á undirlendið dalsins né eftir honum endilöng-
um nema aðeins með honum nokkra hríð sunn-
anvert og sáu gjörla allt landslag og vöxt og
skapelsi dalsins, sem áður segir.
Má það og verða, að jökulhlaup hafi grandað
þeim hverum og hulið þá með sínu yfirfalli,
þótt á Grettis dögum verið hafi, því sjá þykjast
menn í Geitlandi, hvar er grjót og fylgsni, og er