Blanda - 01.01.1944, Page 357
353
þar þó nú engi hver í. Það eina þyki mér vanta
á frásögu Grettis um dal þenna, að hann er ei
nú svo þröngur ofan. En það hygg eg gjört mun
hafa snjóflóð og jökulhlaup, er þá þegar skúttu
yfir dalinn. Munu þeir sprungið hafa fram og
rýmt svo um dalinn ofanvert, en spillt og for-
djarfað grasið úr hlíðunum og af eyrunum, sem
niður í dalnum verið mun hafa.
Nú sem klerkar höfðu þetta yfirskoðað og
fyrir sér virt, gjörðu þeir þar vörðu mikla á
berginu, og þaðan sáu þeir til baka sér ofar
með dalnum rauf mikla í gegnum klett einn, er
stóð framarlega að dalbarmi nær dalbotni.
Þangað hurfu þeir og vildu þar um lítast. En
það var sem þeim sýndist. Og þar austanvert
við klett þann komu þeir að hellir einum, og
horfðu megindvr hans rétt í norður og ofan í
dalinn, en annað skarð í millum kletta upp úr
þar rétt til austurs. En þá var þar beint í vest-
ur klettraufin og var með öllu ferhyrnd sem
dyr miklar, og þar mitt í milli, öndvert við meg-
indyrnar, var sem reist væri kletthella mjög
mikil, og var móbergsgrjót í henni (ei er þar og
annars grjóts kostur). Eins er og í hellinum.
Varla náðu þeir til miðra hliðveganna und-
ir hvelfið. Gluggur einn var á hellinum austan-
vert og var aflangur nokkuð, og gátu þeir það
mundu hafa gjört vindar og regn, er hann var
svo skaptur, þótt fornmenn hefðu mátt höggva
hann á áður forðum. Þetta þótti klerkum allt
nokkur nýlunda til að sjá. Var það og ætlan
þeirra, að bjarg það, er fyrir framan var, mundi
hafa hrunið síðan og sprungið fram, en áður
mundu einasta klettdyrnar verið hafa, er í vest-
ur horfa, og er berg nokkuð upp að þeim og
Blanda VIII 23