Blanda - 01.01.1944, Page 358
354
þó fært upp að stíga, bæði í raufina úr hellirn-
um og svo vestan fram inn í hellirinn. En svo
mikið rúm er það, að ei mun 100 fólks meira
þurfa. Sandur einn er botn hellirsins, og er all-
bjart í honum. Veldur því gluggur sá, sem á
hellinum er. Ekkert fundu þeir þar fornmanna-
fjár, hvorki fémætt né öðruvís. En þó var það
gáta þeirra, að í þeim hellir mundi Þórir þuss
búið hafa með dætrum sínum, því þar næst á
tvær höndur eru þær hæðir, er víðsýnast er um
dalinn. Þar gjörðu þeir með knífi mark nafna
sinna á bergið, fyrsta staf nafns síns hver með
latínuletur. Björn prestur gjörði B. og S. á klett-
hellu þá, er gagnvart stóð og austurdyrnar
liggja við. En Helgi prestur gjörði sitt mark,
eitt H, á flatveg hellisins þeim austara innan-
vert niður undir glugganum, og var það djúp-
ast gjört í bergið og mun lengst til sjá. En
Björn Jónsson gjörði sitt mark þar gegnt á
vesturveginn. Að þessu starfi loknu settust
þeir þar niður austanvert við hellirinn, snæddu
þar og drukku lítið brennivín og gátu, að þar
mundu ei að nýjungu menn hafa matazt né
brennivín drukkið verið hafa. Þá var mjög
kvöldað, og þóttust ei mega lengur dvelja.
En þó fóru þeir nú eftir þetta upp á fjalls-
gnýpu þá, er vestur er frá hellinum, og gengur
jökulfönn lág mikil í milli, og þeir þóttust vita,
að sjást mundi af Kaldadal.
Þar var þeim mjög torvelt upp að klifra og
hvíldust tveim sinnum, áður upp komust. Mátti
engi eftir öðrum fara, því klettar og lausa-
grjót hrundu þá hinum til meins, er eftir var,
og klifraði því hver sem sýndist. Réð Björn
prestur fyrstur til, en Helgi prestur komst