Blanda - 01.01.1944, Page 359
355
fyrstur upp. Gnýpa sú er svo upphvöss, að ei
máttu hana meir en þrír menn umhverfis stað-
ið geta. Eftir það gjörðu þeir vörðu eina þar
efst á gnýpunni og settu í hana hellu nokkra,
er þeir fundu þar. Stendur sú efst upp úr vörð-
unni. Þar er rauf á hellu þeirri og þó ei af
mönnum gjör. Ei er hellan mikil. Hún er skorð-
uð með steinum vörðunnar, en leggi maður auga
sitt vestanvert við rauf þessa, þá sér austur um
klettdyrnar, er áður getur, fyrir framan hell-
ismunnann og um hliðið, er þar er, og svo beint
austur í vörðu þá, er þeir gjörðu þar austur á
berginu, er þeir komu fyrst að dalnum. 0g þetta
allt, sem nú er sagt, skal þeim vera til jarteikna,
er þangað koma eftir þá, að nefndir prestar
hafi þennan dal fundið og höfðu fyrir satt, að
væri Þórisdalur, er Grettir Ásmundsson dvald-
ist í vetur einn í útlegð sinni og hefur frá sagt.
Mun og það víst vera, að þar er lítill sólargang-
ur um vetur, því fyrir suðrinu er jökullinn
hæstur, en austan í dalnum má sól víst skína
upp frá því, að mjög er vorað, svo sól komi upp
í fullu austri og þaðan af norðar.
Ei gjörum vér meiri skýrslu um Þórisdal að
sinni. Eftir þetta snéru prestar aftur sömu leið
og skildu um nóttina á miðjum Kaldadal, og
reið Björn prestur suður af, en Helgi prestur
norður af, og síðan hvor til sinna heimkynna
og þóttust nýja stigu kannað hafa, er enginn
hefur gjört, svo menn viti síðan Grettis daga.
Og lýkur hér þessa frásögn, er rituð er eftir
Bjálfra þessara presta frásögu sama sumar og
áður segir.