Blanda - 01.01.1944, Page 361
357
ús vildi vita, hverjar tilraunir Jón hefði þar í
frammi til að gjöra að kíkirnum, og því sendi
hann stúlku út að smiðju, til þess að taka eftir
og segja sér svo, hvað Jón hefðist að. Þegar
Jón, sem ekki vildi láta neinn vita, hvað hann
ætti við kíkirinn, sá stúlkuna, sem var að vinkra
í kring um hann, bað hann hana að fara inn í
hús Magnúsar til að útvega sér slæðu til þess
að strjúka af kíkisglerunum. Hún fer og kemur
bráðum aftur með slæðuna. En á meðan hafði
Jón átt við kíkirinn það, er honum sýndist, og
þegar stúlkan kom, stendur Jón upp, fer inn og
færir Magnúsi kíkirinn. Þegar nú Magnús fer að
reyna hann, hvort hann hafi nokkuð batnað, er
sagt, að honum hafi þótt kíkirinn miklu betri
en nokkurn tíma^ áður og hafi hann mjög dáðst
að þessu viðviki og sagt, að ekki hæfði, að slík-
ur maður sæti í varðhaldi. Hafi Magnús því
áunnið með viturleik sínum, að Jóni var sleppt
úr varðhaldinu og að mál hans út af peningun-
um datt bráðlega niður.
2.
Margir vildu oft vita, hvernig Jón hefði far-
ið að búa til fyrrnefnda peninga. En fyrir því
var ætíð lás hjá Jóni, jafnt sem hann æ neitaði
peningasmíðinu. Einhverju sinni, þegar Jón var
hress af vínföngum (er honum sem fleirum
þóttu góð, þótt hann sjaldan vanrækti smíðar
sínar þar við), hugsuðu menn sér til hreyfings
að veiða smíðaaðferðina upp úr honum, en það
vannst ekki heldur en fyrri. Hann kvaðst alls
ekki hafa reynt né vita, hvernig ætti að að fara
að búa til peninga. Og hið frekasta, er hann
sagði hér um, var þetta: „Þið getið, piltar,