Blanda - 01.01.1944, Page 365
361
með fylgdarmanni, og það var látið heita svo,
að hann væri kominn til að sitja í veizlu frænda
síns. Svo fór það á stað, þegar ekkert gekk. Svo
kom þetta fólk að Litlu-Hnausum og fá þar
mann til fylgdar. Svo ríður það á stað þaðan
og út að Knör, en á milli bæjanna Hnauss og
Knarrar er engi, sem er kallað Partur, en það-
an sést heim að bænum Knör. Þá skipa þeir séra
Jóhann og Sigurður báðum fylgdarmönnum sín-
um að leggjast niður og láta ekki neitt á sér
bera, fyrr en þau þrjú, séra Jóhann og brúð-
hjónin, væri komin heim að Knör, og þetta gjöra
þeir. Svo þegar þau eru öll komin heim, þá
standa þeir upp og leggja á stað. Þetta sést frá
bænum. Þá segir séra Jóhann og Sigurður, þar
komi presturinn og maður með honum. Hann
hafi lofað að koma, en fólki sýnist þeir hvorug-
ur vera prestlegir. Svo þegar þeir nálguðust, þá
sást, að þetta var ósatt. En í sveitinni var mað-
ur, sem Þorleifur hét. Hann var með kreppta
báða handleggina og gat þess vegna ekki kom-
izt í ermar á fötum og varð að leggja yfir sig
stóra úlpu, þegar hann fór á milli bæja og var
þess vegna fyrirferðarmikill og sýndist stór til-
sýndar. Þessi karl var greindur og sögufróður
og var þess vegna velkominn á Hamraendum
hjá prestinum séra Hannesi, en þennan sama
dag á meðan þeir voru að narra kirkjulykilinn
frá Jóni í Knarrartungu og hann er búinn að
afsegja að láta hann. Nú sést maður stór og dig-
ur koma. Þá kalla þeir upp Sigurður og séra
Jóhann, þar komi prestur, nú sjáist, hvört að
þeir hafi ekki sagt satt. Nú sækja þeir kirkju-
lykilinn til Jóns og segja presturinn sé rétt kom-
inn, nú sé bezt að flýta sér að moka upp kirkj-