Blanda - 01.01.1944, Page 366
362
una, svo allt sé til, þegar að hann komi. Svo er
það gjört. Þá bjó bóndi á Knör, sem Elías hét.
Þeir biðja hann að koma út í kirkju og kveikja
á altarinu. Hann gjörir það, svo koma brúðhjón-
in, presturinn, báðir fylgdarmennirnir og bónd-
inn Elías. Nú sést þessi maður koma, og þekk-
ist vel, að það er ekki presturinn. Þá ætlar Jón
í Knarrartungu að sækja kirkj ulykilinn, en þá
skella þeir í lás og fara að syngja, og svo halda
þeir áfram með giftinguna. Svo ríða þau heim
og séra Jóhann með þeim. En áður en hann fer
út úr kirkjunni, þá færir hann sig sjálfur úr
hempunni, lætur hana upp á kirkjubitann og
segir: „Eg legg þig nú þarna. Þeir geta nú hirt
þig, eg hef ekki með þig að gjöra framar“. Nú
ber ekki neitt til tíðinda fyrr en um vorið, þá
var byrjuð málsókn á móti þeim báðum Sigurði
og séra Jóhanni. Hann missti prestinn, en Sig-
urður alla sína aleigu og dugði ekki til að borga
allan þann málskostnað. Því var, að séra Vern-
harður orti:
„Oft hefur Breiðfjörð stundir stytt
með stökum sínum“ . . .
Með þessu móti fóru efni hans, en ekki eins og
sagt er í ævisögu hans. Það er ósatt eins og
margt fleira, sem þar stendur honum til lýta,
að hann hafi eytt þeim í svalli og iðjuleysi. Það
hefur sagt mér merkilegt fólk, sem var þar í
sveitinni, að Sigurður hafi aldrei verið óvinn-
andi. Á vorin við róðra og í saltfiskinum, á sumr-
in við sláttinn og á veturna við smíðar. Sigurð-
ur var og góður við alla og ekki gat hann neitt
aumt séð og gjörði allra bón, en ekki haft neina