Blanda - 01.01.1944, Page 371
367
firði. Er Arnarnúpur í Keldudal vestan fjarð-
arins, litlu utar en gegnt Núpi. Húsfreyja lét
meitla skál í stóran stein á hlaðinu að Arnar-
núpi, og skyldu mjaltakonur þvo mjölt af hönd-
um sér í skálinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei
yrðu svo margar mjaltakonur að Arnarnúpi,
að eigi entist þeim skálin til að lauga í henni
hendur sínar. Steinn þessi með skálinni mun
enn vera til sýnis að Arnarnúpi.1)
[Þjóðsaga þessi er skrásett eftir Jóhannesi bónda
Davíðssyni að Neðra-Hjarðardal í Dýrafirði (f. 1893).
Honum sagði Sveinfríður Sigmundsdóttir á Sæbóli á
Ingjaldssandi (f. 1862), móðir Guðmundar tréskera
Jónssonar frá Mosdal. Sveinfríður hafði söguna eftir
föður sínum, Sigmundi Sveinssyni bónda á Hrauni á
Ingjaldssandi (f. 1833), en hann var alinn upp á Leiti,
næsta bæ utan við Núp í Dýrafirði, og liggja túnin
saman. Mundi Sigmundur eftir þúfnaklasa miklum í
Núpstúni, neðan bæjarins, þar sem vel hefði mátt fela
mann á þann hátt, er í sögunni greinir.]
II.
Þorlákur sýslumaður Einarsson, bróðir Giss-
urar biskups, sat undir Núpi í Dýrafirði (kv.
1544, d. 1596). Guðrún yngri, dóttir hans, átti
dóttur laungetna, Guðrúnu að nafni, „með Ei-
1) Hann er enn óhreyfður í hlaði gamla bæjarins,
um 1 m á hæð, en að þriðjungi sokkinn í jörð. Flötur-
inn, sem upp veit, er 50 X 63 sm. Skálin er 28 sm að þver-
máli og 8 sm djúp, eða á borð við miðlungsþvottaskál,
eftir því sem nú tíðkast. Steinninn er allmikið urinn að
ofan umhverfis skálina, af því að barinn hefur verið
á honum fiskur. (Samkv. skýrslu Jóhannesar Davíðs-
Bonar.)