Blanda - 01.01.1944, Síða 372
368
ríki, er strauk".1) Guðrún Eiríksdóttir giftist
Össuri Jónssyni (Sýslæv, II, 186). Fara má
nærri um, hvernig Þorlákur sýslumaður muni
hafa brugðizt við slysni dóttur sinnar, er gætt
er, hvern þátt hann átti í að leika Eystein prest,
er komizt hafði yfir mágkonu hans tilvonandi,
Guðrúnu Gottskálksdóttur, heitkonu Gissurar
biskups (PEÓlMmennt, II, 447-449). össurar
Jónssonar getur við bréf 1615 og 1616, og er
hann þar í hópi hreppstjóra og skattbænda í
Isafjarðarsýslu (Alþblsl, IV, 274, 314). Ekki
hefur tekizt að grafa upp, hvar þau hjón, Össur
og Guðrún Eiríksdóttir, voru búsett, en ekkert
virðist mæla í gegn því, að það hafi kunnað að
vera að Arnarnúpi.
Bert þykir samkvæmt framansögðu, að Þor-
lákur bóndi, sem þjóðsagan getur um, sé ein-
mitt Þorlákur sýslumaður Einarsson, bónda-
dóttirin Guðrún yngri Þorláksdóttir, smalamað-
urinn Eiríkur, barnsfaðir hennar, og hin laun-
getna dóttir Guðrún Eiríksdóttir. Freistandi er
að setja ummælin um steinþróna og handlaugar
mjaltakvenna húsfreyjunnar að Arnarnúpi í
samband við það, er þjóðsagan hermir um dvöl
eða jafnvel uppvöxt hennar í Hollandi, þar sem
henni gat hafa lærzt það hreinlæti við mjaltir
og um meðferð mjólkur, er stakk í stúf við venj-
ur hér á landi. Að vísu er þá líklegt, að eigi síð-
ur hafi verið lögð áherzla á handlaugarnar fyr-
ir mjaltirnar en eftir þær, þó að haggazt hafi
í frásögnum eftir á, því að þess háttar tærilæti
var íslendingum lengi mjög framandi. En
hvernig sem þessu er háttað, verður ekki á
1) „með Eiríki, er strauk austur“ (Snókdalín).