Blanda - 01.01.1944, Síða 375
371
voru eftir endilöngu rjáfri ofarlega. Af vegg var reft
upp á langbandið, og kallaðist það langrefti, en yfir
langböndin lágu sterkir bitar, sem voru stallaðir niður
á þau, að ekki gætu gengið sundur eða saman. Síðan
var sett stoð á miðja þessa bita, er mæniásinn hvíldi á.
Þá var reft af langböndunum á mæniás, og var það
nefnt stuttrefti. Stoðir voru undir langböndunum, þar
sem bitarnir lágu yfir þau. Þessar stoðir gengu nokkuð
saman að neðan, þannig að milli þeirra var mátulegt
rúm fyrir garðann. Utan á reftið var lögð blágrýtis-
hella og þannig sköruð, að ekki lak“.
„Heimahlöður voru óvenju stórar og traustlega
byggðar að veggjum og viðum svo sem önnur bæjarhús,
allt bar vott um stórhug og snyrtimennsku eigandans".
Segir Erlingur, að þar sem fjárhús Runólfs stóðu
tvö saman „og bak við þau hlaða, sem gengið var í inn
úr garðanum og þannig gefið á hann beint úr hlöðunni"
hafi verið svo rishá og reisuleg, að ókunnugum virtist
þar bær vera.
Amma mín, Ragnhildur Þórarinsdóttir, f. 1822, mundi
Runólf vel. M. a. sagði hún frá því, að útlendingur
nokkur hefði boðið honum peninga fyrir stórt nætur-
gagn, sem heimilisfólkið notaði um daga, þegar ófært
var út vegna veðurs, eins og þá mun hafa tíðkazt á
sveitabæjum, en Runólfur vildi ekki selja, því að hann
þóttist vita, að slikur gripur mundi verða sýndur er-
lendis íslandi til háðungar. Runólfur var blindur á efri
árum og taldi sér þá mikið happ í því, að hann kunni
að prjóna. Sagði, að það hefði haft af sér marga leið-
indastund.
Jón Þorkelsson getur Runólfs í endurminningum sin-
um, Blöndu V, 314-15. Sjá einnig Söguþætti landpóst-
anna I, 114.
Ritgerð sú, sem hér fer á eftir, er geymd í Þjóð-
skjalasafni á pappírsblaði í ein's konar syrpu, þ. e. safni
ýmislegra skjala, bréfa og ritgerða, sem Jón Þorkels-
son dró saman eins og fleira. Mestur hluti ritgerðar-
innar er með fljótaskriftarhendi æfðs skrifara, senni-