Blanda - 01.01.1944, Page 376
372
lega skólagengins manns, sem hefur lært að skrifa á
fyrri hluta 19. aldar, tæplega síðar en á fyrsta þriðj-
ungi aldarinnar, svo sem stafsetning bendir lika til.
Síðasti kaflinn er með hendi Jóns Guðmundssonar, rit-
stjóra Þjóðólfs. Hann var sýslumaður Skaftfellinga ár-
in 1849-51, og telur Jón Þorkelsson ritgerðina samda
1851. Þó að ekki sé hönd Runólfs Sverrissonar á henni,
er hún áreiðanlega eftir hann, eins og Jón Þorkelsson
segir. Það er vafalaust sama ritgerðin, sem talin er
síðast í bókaskrá með hendi Runólfs dags. 27. júni 1858,
þar nefnd „Reglur til að velja vötn“, og telur Runólfur
sjálfan sig höfund hennar.
Fyrirsögn sú, sem hér er höfð, stendur í sérstakri
línu mitt í þeim kafla ritgerðarinnar, sem er með hendi
Jóns Guðmundssonar. Hér er haldið orðmyndum hand-
ritsins, en stafsetning samræmd og greinarmerki sett
af útgefanda. B. K. Þ.
Það er mjög áríðandi, að menn kunni vel að
velja vötn, einkum þaug, sem liggja fjarlægt
bæjum á eyðisöndum og aldrei eða allsjaldan
hafa sömu vöð, ekki árið, ekki missirið, mánuð-
inn og máske ekki vikuna út.
Mér kemur því til hugar að gefa nokkur vel-
meint ráð, sem aðgætast skyldu, þegar menn
ferðast yfir vötn, hvurt heldur lausir eða á laus-
um hestum ellegar með lest, eftir eigin reynslu.
Það er miklu minni vandi að velja vatnið,
þegar maður er ekki nema á lausum hesti, held-
ur en þegar maður er með lest með vandasöm-
um flutningi. Eins og allir vita, þá þarf gætni
við hvurutveggja.
Vötnum þessum getur maður skipt í þrennt:
1) Þaug sem eru straumhörð og liggja á stór-
grýttum aurum, 2) þaug sem liggja á jökul-
bleytu og 3) þaug sem liggja á sandbleytu. Um
hvur af þessum skal tala lítið eitt sér í lagi.