Blanda - 01.01.1944, Síða 378
374
hætt við maður fari af honum, þegar hann kenn-
ir grunns, og láta beizlið vera laust, einasta að
það flækist ekki um fætur hans, spretta keðju,
ef á er, en halda í faxið. Þó kann að mega með
lagi víkja hesti á sundi, ef vatnið er ekki strangt.
En annars ekki nema undan, og það ætti að
passa, að góð væri landtaka.
Þaug vötn, sem liggja á jökulbleytu, eru
skjaldan vatnsdjúp, en öngu síður hættuleg
vegna bleytunnar, því hún er svo föst og seig,
að hvurt hestar eða menn fara ofan í hana, næst
ekki nema með miklri fyrirhöfn upp úr aftur.
Það er bezt, þegar ofan í hana fer, að stíga
skammt frá allt í kring bleytuna, þá losnar hún
fram með því, sem í henni liggur. Svo, þegar
búið er að ná því, sem í lá, skal, ef fleira er, allt
fara í sama stað, og mun ekki til saka, ef farin
er rétt brautin. Það er tíðum bágt að varast
bleytu þessa. Þó er bezt að fara þar sem vatnið
er djúpt, svo sem hér um bil í kvið, því þar
treður vatnið bleytuna, svo botninn er oftast
nægilega fastur. — Þessi vötn eru oft ófögur
tilsýndar, því þaug renna oft með háum múg-
um eða öldum, sem hækka svo á lítilli stundu,
þangað til þær falla yfir sig á móti straum.
Gjörir það sandur, sem vatnið veltir undan sér.
Sléttist það oftast, þegar nefndar öldur eru
fallnar, og er óhætt að ríða þar sem þær voru,
ef ekki er of djúpt, og stundum rétt fyrir neð-
an, þó þær séu. Þessi vötn eru oft í fylgd með
þeim fyrr töldu. oftast út úr hinum á aðra-
hvurja síðu í þeim straumminni álum.
Þaug vötn, sem renna á tómum sandi, eru
oftast straumlítil, en öngu síður blaut en þaug
næst töldu, nema það mismunar, að bleytan er