Blanda - 01.01.1944, Page 379
375
miklu lausari, en öngu síður djúp. Hún er oft-
ast mest þar sem grynnst er og oftast allra mest
á eyrunum eða þar sem þurrt er innan um þaug
eða í kring um þaug. Oft eru skábrot á vötnum
þessum og lygna framan undir. En það skyldi
maður varast að fara nálægt þessum brotum,
því þar er bleytan miklu meiri en þar sem vatn-
ið er dýpi-a, og er þar til sama orsök sem áður
sagt um þaug næst töldu, nl. að vatnsþunginn
festir botninn úr því það er orðið svo sem í
kvið. En þó getur það verið blautt fyrir því, ef
það er straumlítið. Er því oftast farsælast að
vaða undan hestinum með staf í hendi, og þeg-
ar einn maður með einn hest er búinn að troða
á undan, er þessi sandbleyta oftast fær á eftir,
hvað margir sem eru, ef farið er rétt í braut-
ina. Straumur í vötnum þessum líkist smá upp-
sprettum, sem eftir því eru stórgerðari, sem
vatnið er dýpra, en því smágerðari, sem það er
grynnra og bleytan meiri.
Þegar1) margir eru á ferð og menn ber að
vatni, hvorju sem er, sem tvísýnt þykir um,
hvort fært muni vera, þá er ætíð varlegra að
einhvorr sá, er til þess þykir líklegastur í ferð-
inni, reyni vatnið á undan, og hinir fari ekki út
í fyrr en til reynt er, hvört fært er, en flani
ekki allir út í jafnframt. Ber þá þeim, er reynir
fyrstur, jafnan að gæta þess, að hann reyni
ekki svo vatnið undir sund, sízt undan straum,
að ekki sé nóg forskot fyri hann að snúa hest-
inum við áður sund grípur. En þegar margir
ríða hvörr eftir annan yfir mikil2) vötn, og
1) Hér byrjar hönd Jóns Guðmundssonar.
2) mikið hdr.