Blanda - 01.01.1944, Page 382
378
Höskuldur) hafði vegit Augmund prest oc
Gvnnstein son hans“. Þetta eru án efa „Ljós-
vetningar“ þeir, er Annálar segja, að vegnir
voru 1221, og ber Sturlungu hér saman við ár-
tal annála. Enda hafa annálahöfundar hér not-
að Sturlungu eða heimild þá, sem hún er þar
rituð eftir, íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar,
sbr. og Guðmundar sögu biskups 79. kap. (Bisk.-
sögur Bmf. I, bls. 523). Árið 1220 bjó Ögmund-
ur prestur á hálfum Einarsstöðum í Reykjadal,
en Höskuldur Gunnarsson á öðrum helmingi
Einarsstaða. Settist þá Guðmundur biskup með
lið sitt á Einarsstaði um sumarið. Ögmundur
prestur flýði þá „ofan í Múla“ (þ. e. Fellsmúla)
með málnytu sína. En Höskuldur Gunnarsson
var þá eftir á Einarsstöðum og bauð biskupi
það, er hann hafði til. Þá bjó 1 Múla Ivar (án
efa son Sigurðar, er áður bjó þar (1187), Styrk-
árssonar lögsögumanns). Þeir ívar og Ögmund-
ur prestur „af Einarsstöðum“ og Oddur1 *)
[skeiðkollur] „son hans“ (þ. e. án efa Ögmund-
ar prests, en ekki ívars) mættu Höskuldi Gunn-
arssyni, er þeir riðu „ofan í Valahrís“, og þótti
þeim för hans óvinveitt. Enda hjó Oddur til
Höskulds og varð hesti hans að skaða, en ekki
Höskuldi, sem Oddur hefir ætlað (Sturl.3 I,
335-6; Bisks. Bmf. I, 511-12). Tilræði Odds
hefir orðið orsök þess, að Höskuldur vá föður
Odds og bróður, en líklega hefir hann ekki náð
Oddi, hvernig sem hann hefir sloppið.
Nöfnin Gunnsteinn og Oddur (eða Oddi)
1) „Oddi“ er hann nefndur í Bisks. I, 511, hér. En
mun vist inn sami og sá, sem þar er síðar nefndur „Odd-
ur skeiðkollur".