Blanda - 01.01.1944, Page 383
379
benda á ætt Gunnsteins Þórissonar og Þorgils
Oddasonar, tengdaföður hans. Gunnsteinn bjó
á Einarsstöðum 1160 og átti Hallberu, dóttur
Þorgils Oddasonar (Sturl.3 I, 53, 68). Varla
þykir efamál, að Ögmundur prestur á Einars-
stöðum, er veginn var 1221, hafi verið sonur
Gunnsteins Þórissonar, er þar bjó næst áður,
og erft þannig hálfa Einarsstaði, hvort sem
Höskuldur Gunnarsson hefir átt frændkonu Ög-
mundar, t. d. bróðurdóttur, eða á einhvern ann-
an veg komizt að hálfum Einarsstöðum. En af
inni fornu Ljósvetningaætt hafa þeir Gunn-
steinn og Ögmundur verið, þar sem þeir eru
kallaðir „Ljósvetningar", þótt þeir byggi ekki
sjálfir að Ljósavatni, heldur á Einarsstöðum.
í Sýsl.ævum (II, 520) er gizkað á, að faðir Gunn-
steins Þórissonar muni hafa verið Þórir prest-
ur Símonarson, sem Annálar segja, að veginn
væri 1128, og muni Þórir þessi hafa verið sonar-
son Oddbjarnar, Þorkelssonar háks, og er þó
ættfærsla þessi sett með spurnarmerki. Enda
mun hún ekki alls kostar rétt, og hygg ég, að
Þórir prestur Símonarson hafi þó raunar verið
frændi Þóris, föður Gunnsteins. Nöfnin Símon
og Þórir í ætt Ljósvetninga frá Oddbirni, syni
Þorkels háks (Landn., Kh. 1843, bls. 354),
benda á þessa ætt. Þórir prestur Símonarson
mun þó varla af karllegg Ljósvetninga, heldur
líklega í móðurætt af þeim kominn, en þá helzt
sonur Símonar prests í Bæ í Borgarfirði
(Kristnisaga 13. k. = Bisks. I, 29), c. 1090—
c. 1115, Jörundarsonar, líklega úr Straumfirði,
Þorfinnssonar. En Jörundur Þorfinnsson átti
Álöfu, dóttur Snorra goða og Hallfríðar Ein-
arsdóttur Þveræings, Eyjólfssonar. Hér voru