Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 384
380
ekki ólíklegar fleiri tengdir Borgfirðinga við
Norðlendinga. Svo er að skilja af Kristnisögu,
að Símon Jörundarson í Bæ, er vígjast lét til
prests á dögum Gizurar biskups, líklega í fyrra
lagi, hafði verið bæði „höfðingi" og virðinga-
maður (goðorðsmaður), sem ekki er ólíklegt
um dótturson Snorra goða. Hálfbróðir Símonar
prests Jörundarsonar, samfeðri, gæti verið
Skúli Jörundarson, síðari maður Ásdísar Bárð-
ardóttur, faðir Valgerðar að Mosfelli (Landn.,
bls. 88), er mun hafa verið kona Skafta prests
þar, Þórarinssonar. Móðir Skúla Jörundarson-
ar má hafa verið skyld Mýramönnum, þó ekki
komin af Skúla Þorsteinssyni, Egilssonar, því
að af honum var sjálfur Skafti Þórarinsson
kominn: Skúli Þorsteinsson var faðir Geirlaug-
ar, móður Helgu, móður Æsu, móður Skafta
prests (Landn., bls. 354-355).
Varla getur verið vafamál, þegar nánar er
athugað, að faðir Gunnsteins Þórissonar á Ein-
arsstöðum hafi verið Þórir Steinmóðsson, sá er
Annálar segja, að veginn hafi verið 1136.1)
Þórir þessi var og faðir Guðrúnar, fyrri konu
Tuma (d. 1184), Kolbeinssonar eldra (d. 1166),
Arnórssonar (d. 1119), Ásbjarnarsonar, Arn-
órssonar. Dóttir þeirra Tuma og Guðrúnar Þór-
isdóttur var Sigríður, er fyrr átti Ingimundur
prestur Þorgeirsson (d. 1200), föðurbróðir Guð-
mundar biskups Arasonar. Síðar átti Sigríði
Sigurður Ormsson frá Svínafelli, og var hún
fyrri kona Sigurðar. Ekki átti Sigríður börn
(Sturl.s I, 49, 50, 122; Bisks. Bmf. I, 409, 418).
1) Sbr. Hungrvöku 16. kap. = Bisks. Bmf. I, bls.
79-80.