Blanda - 01.01.1944, Side 385
381
Sonur Þóris Steinmóðssonar hefir enn verið
Steinmóður, faðir Bjarnar prests á Öxnahóli
í Hörgárdal (1187 — d. 1233), föður Steinmóðs
prests, sem var kominn á legg 1199 og enn á lífi
1246 (Sturl.3 I, 207; II, 89), og hefir hann
verið faðir Þorvalds þess, er drukknaði
ásamt félögum sínum 2. febrúar 1285 (Forni-
annáll, sbr. Flateyjarannál). Þorvaldur þessi
hefir verið virðingamaður, þar sem annálar
geta láts hans sérstaklega, og mætti hann vera
faðir (eða föðurfaðir?) Steinmóðs, föður Þor-
steins (bréf nyrðra 1360-98), föður þeirra
Steinmóðs prests ins ríka á Grenjaðarstöðum
(d. 1404), Sæmundar á Svalbarði (1390 — d.
1422), Skúla prests á Svalbarði (1403) og Hösk-
ulds, föður Steinmóðs. Hér kemur Skúla-nafnið
fram sem vottur fornra tengda Ljósvetninga
og Mýramanna, þó að langt sé þaðan liðið um
1400. Enda er jafnan sagnfátt af þeim Ljós-
vetningum á þessum tímum, og fjöldi skyldra
ættliða, er til hafa verið, gleymt og grafið. En
jarðir þær, er fylgdu ætt þessari fram um 1400,
voru: Einarsstaðir í Reykjadal, Tunga og Öxará
1 Ljósavatnsskarði, er Sæmundur Þorsteinsson
átti. Björn Sæmundsson átti Einarsstaði og var
faðir Sigurðar á Svalbarði og margra dætra,
sem fjölmenni er frá komið.
Björn prestur Steinmóðsson (d. 1233), er fyrr
var getið, hafði að fylgikonu Þórunni önundar-
dóttur1 *) úr Lönguhlíð (d. 1197), Þorkelssonar
(Sturl.3 I, 207, 208).
1) Þessarar ættar hefir verið Björn prestur Önund-
arson á Kvíabekk í Ólafsfirði (1326—1330), spitala-
ráðsmaður þar, en síðar ráðsmaður á Möðruvöllum í