Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 386
382
Þórir Steinmóðsson, sá er veginn var 1136,
hefir sjálfsagt verið virðingamaður og göfugr-
ar ættar, þar sem Tumi Kolbeinsson átti dóttur
hans, en Gunnsteinn sonur Þóris átti Hallberu
dóttur Þorgils Oddasonar vestan frá Staðarhóli
í Saurbæ (í Dalasýslu). Var það naumast ann-
arra en stórættaðra og auðugra manna að leita
mægða til slíks virðingamanns sem Þorgils
Oddason var. Og ekki hafa Ásbirningar, slíkir
sem Tumi Kolbeinsson, tengdason Þóris, valið
sér konur, er óvirðing þótti að eiga, sakir þess
að þær væri „lítillar ættar“, svo sem þá var tal-
ið. Nöfnin á niðjum Þóris (sem hafa má fyrir
satt, að verið hafi faðir Gunnsteins á Einars-
stöðum), t. d. Gunnsteinn, Hallur, ögmundur
o. fl., benda beint til ættar Ljósvetninga, og svo
Steinmóðs- og Þóris-nöfnin. Kunnugt er af
Melabókarættum (Landn., 353-4), að Oddbjörn,
son Þorkels háks, Þorgeirssonar goða lögsögu-
manns á Ljósavatni, var faðir özurar, föður
Þorgríms assa, er Snorri Ássabani vá 1146 (sbr.
Annála og Bisks. Bmf. I, 441-444), föður Sím-
onar, er átti Guðrúnu Sámsdóttur, Ámundason-
ar, Þorsteinssonar, Síðu-Hallssonar. Nöfnin
Þorgrímur og özur á niðjum Oddbjarnar minna
á Hjallamannaætt í ölfusi, Þorgrím Grímólfs-
Hörgárdal; en var þá ungur, er hann tók við Kvíabekk,
og varla fæddur fyrir 1290 (Laurentius saga 50. kap.
= Bisks. Bmf. I, 853-4). Gæti Björn þessi verið sonar-
son Þorvalds (d. 1285) Steinmóðssonar, Bjarnarsonar,
— eftir aldri og nafni, — ef til vill bróðir Steinmóðs,
föður Þorsteins, föður Steinmóðs prests ríka, ef Stein-
móður, faðir Þorsteins (bréf 1360-98), var ekki sonur
Þorvalds (d. 1285) Steinmóðssonar?