Blanda - 01.01.1944, Page 387
383
son af Ögðum, og sonarson Þorgríms, Özur Ey-
vindarson (bróður Þórodds goða á Hjalla).
özur Eyvindarson, Þorgrímssonar átti Beru
Egilsdóttur á Borg á Mýrum, Skallagrímsson-
ar; þeirra dóttir var Þórvör fyrri kona Orms
á Hvanneyri í Borgarfirði (bróður Þorvalds
víðförla), Koðránssonar frá Giljá í Húnavatns-
þingi, Eilífssonar arnar landnámsmanns á Ei-
lífsfelli. Dóttir Orms og Þórvarar var Ingvild-
ur, (fyrri) kona Hermundar á Gilsbakka, 111-
ugasonar. Líklega hafa börn Orms og Þórvarar
verið fleiri, þó að ekki sé þess getið, t. d. Þor-
grímur og Özur(?). Að minnsta kosti héldust
þau nöfn í ættum þessum. Síðari kona Orms
Koðránssonar var Geirlaug, dóttir Steinmóðs
úr Djúpadal í Eyjafirði [Gunnarssonar, Úlf-
Ijótssonar lögsögumanns]. Dóttir Orms og Geir-
laugar Steinmóðsdóttur var Bera, er átti Skúli
Þorsteinsson (á Borg, Egilssonar, Skallagríms-
sonar, Kristisaga 2. kap. — Bislcs. Bmf. I, bls.
5; sbr. Egils sögu og Landn.). Hér bætist Stein-
móð's-nafnið við tengdamannanöfn Mýramanna,
t. d. Þorgríms- og Özurar-nöfnin, sem einnig
koma fyrst fram á næstu niðjum Oddbjarnar
Þorkelssonar háks. Nú þekkjast aðeins nöfn
tveggja barna Skúla Þorsteinssonar (og þá
Beru Ormsdóttur): Egill á Borg (Bandam.saga)
og Geirlaug Skúladóttir (Melabókarættir), kona
Þórðar í Brynjudal (líkl. Illugasonar Bryn-
dælaskálds). Dóttir Þórðar og Geirlaugar var
Helga, er Fiska-Finnur Ketilsson átti; þeirra
börn: Brandur, Þorbrandur („Þrándur“ að
ölfusvatni) og Æsa, er átt hefir Þórarinn skáld
Skeggjason, bróður Marlcúsar lögmanns; þeirra
synir Skafti prestur á Mosfelli og vafalaust