Blanda - 01.01.1944, Page 388
384
Þorgeir, er átti Hallfríði Ámundadóttur,
Þorsteinssonar, Síðu-Hallssonar; þeirra son
Ámundi, faðir Guðmundar gríss á Þingvelli
(d. 1210), föður Magnúsar allsherjargoða (d.
1240) o. fl. Skúli Þorsteinsson á Borg er fædd-
ur nálægt 975 eða litlu fyrri. Hann var í Svoldr-
arorustu árið 1000, en hefir farið til íslands og
kvænzt nálægt 1005, og eru börn hans og Beru
hér um bil jafnaldrar barna Þorkels háks, er
veginn var um 1013. Því getur naumast verið
vafamál, samkvæmt inum fágætu nöfnum og
nafnalíkingum í ætt Hjallamanna, Mýramanna,
Djúpdæla og á niðjum Oddbjarnar Þorkelsson-
ar og tímatalinu, að Oddbjörn Þorkelsson (f.
um 1005-10) hafi átt eina af dætrum þeirra
Skúla Þorsteinssonar og Beru dóttur Geirlaug-
ar Steinmóðsdóttur úr Djúpadal, og að Stein-
móður, faðir Þóris, er veginn var 1136, hafi
verið bróðir özurar Oddbjarnarsonar, föður
Þorgi'íms assa (d. 1146), — sonur Oddbjarnar
Þorkelssonar háks, fæddur nálægt 1050, en Þói'-
ir Steinmóðsson fæddur um 1085. Oddbjarnar
Þoi'kelssonar er ekki getið í Ljósvetningasögu,
og mætti af því ætla, að hann hefði látizt, áður
en deilur Ljósvetninga og Möðruvellinga urðu
(um 1055-60). Því gæti Oddbjörn hafa verið
fyrri maður Geirlaugar Skúladóttur frá Borg,
og Þórður í Bi'ynjudal þá síðai'i maður hennar,
þó að engu síður kynni kona Oddbjarnar að
hafa verið systir Geirlaugar. Hvergi eru öll
börn Skúla á Borg talin. En Geirlaugarnafnið
kemur fram meðal næstu niðja Símonar Þor-
grímssonar assa. Svo hét dóttir Ingvildar Sím-
onardóttur og Mána (skálds) Þórhallssonar
(Landn., 353). Skýringar þær, sem hér hafa