Blanda - 01.01.1944, Page 389
385
verið ritaðar, fylla eyðu þá, sem verið hefir
milli inna fornu Ljósvetninga á 10. og 11. öld
og Ljósvetninga þeirra, sem vegnir voru 1221,
eða milli Gunnsteins Þórissonar á Einarsstöð-
um (1160) og inna eldri Ljósvetninga. En þá
eyðu hafði útgefandi Ljósvetningasögu, Reykja-
vík 1940 (íslenzk fornrit X), dr. Björn Sigfús-
son, ekki fyllt í ættskrá III-IV þar, og ekki hafði
ég þá tekið eftir því, að ættartalan frá Ormi
Koðránssyni, Hjallamönnum, Djúpdælum og
Mýramönnum, í Kristnisögu 2. kap., er fyrr er
getið, gæti átt skylt við niðja Oddbjarnar Þor-
kelssonar háks, sem þó hlýtur svo að vera, sem
hér hefir sagt verið, og hefi ég síðan bent dr.
Birni á þetta og féllst hann á ætlun mína um
þetta og hefir tekið bendingu þessa til greina
að nokkru leyti í „Sögu Þingeyinga", bls. 78-
79. En svo sá ég, að vel mætti fyllri skýring
máls þessa birtast en unnt var að gefa í stuttu
samtali við dr. Björn. Því reit ég um þetta sér-
staklega. Mætti enn skýra fleira í ættum inna
fornu Ljósvetninga og annarra Þingeyinga en
hér er rúm fyrir. Til dæmis er það ekki rétt í
Ljósvs. Rv. 1940, ættskrá IV, að Járngerður
kona Ásgríms Gilssonar hafi verið systir Eyj-
ólfs Hallssonar á Grenjaðarstöðum, heldur sýna
síðari tengdir í ættinni, að það er réttara, sem
og stendur í sumum handritum Sturlungu3 I,
158, að Járngerður hafi verið systurdóttir Eyj-
ólfs, þá líklega dóttir Sigríðar Hallsdóttur og
Eyjólfs Guðmundarsonar gazimanns, Þorsteins-
sonar, Eyjólfssonar ins halta, og hefi ég fært
nokkur rök að þessu í „Bútum“ (bls. 20-21).
Hvernig á því stóð, að víg þeirra (bræðrung-
anna) Þóris Steinmóðssonar og Þorgríms assa
Blanda VIII 25