Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 2
54
ÆGIR.
og var aflinn í þan 150 til 425 í hlut af
fnllgildum netaþorski og auk þess tölu-
vert af stórufsa. Þó var ekki byrjað að
legg'ja þau fyr en á miðri vertíð. Á lóð
aílaðist mjög lílið, svo að vertíðin hefði
orðið næsta léleg', ef netin hefðu ekki
verið.
Snemma á netavertíðinni, gerði stór-
viðri og hafrót af suðvestri, töpuðu þá
flestir netum sínum (sem voru lögð á
20 faðma dýpi), nema Gísli og nokkrir
aðrir, er höfðu á þeim sérstakan útbún-
að, er Gísli hugsaði upp. Útbúnaðurinn
var sá, að hann lagði allri netatrossunni
við feikna þungan stjöra (400 pd. þunga
hellu með járnhæl í) og frá honurn sterk-
an streng í endastjórann á trossunni,
svo langann að draga má netin öll inn,
án þess að hreyfa stóra stjórann, sem
skipið leggur svo við meðan verið er að
greiða netin. Netin sitia þannig eigi að
eins og fara ekki í »hnúta« með öðrum
netum þótt illviðri komi, heldur getur
hvert skip haft sín net á sínum fasta
stað, meðan menn vilja. Þetla fyrir-
komulag ættu menn alment að taka upp,
því að það er óefað heppilegt, en i staðinn
tyrir þungan stjóra mætti hafa mikið létt-
ara akkeri (dreka), sem hefði sama hald-
kraft og stjórinn, en væri miklu bægari
viðfangs (enda gerðu sumir það).
Sjálfsagt verða net brúkuð framvegis
i Þorlákshöfn, svo ánægðir eru menn
með árangurinn af þessum fyrstu tilraun-
um þar. Jafnvel þeir, er mistu netin,
fengu sér jafnharðan önnur. Neta-
brúkunin verður jafnvel til þess, að þessi
veiðistaða nær aftur því áliti, sem hún
var nærri búin að missa á undanförnum
aftaleysisárum, og það má þakka fram-
takssemi Gísla.
Á Eijrarbakka fengu allir sér einnig
smámsaman net á vertiðinni 1908 ogöíl-
uðu allvel, alt að 300 af þorski í hlut í
þau, en þar og á Stokkseyri hagar ver
til fyrir þau, en í Þorlákshöfn, sem er
einna bezt fallin fyi-ir net af veiðistöðum
á Suðurströndinni, því þar má leggja þau
mjög grunt og í vari fyrir útsynningum
(SV.átt.)
Á Stokkseyri voru net lítið reynd
1908, en bæði þar og á Loftstöðum verða
þau alment brúkuð i vetur.
Á ferð minni til Vestmanneijja 1907
átti eg tal við nokkra formenn um neta-
brúkun þar við eyjarnar. Varð það til
þess, að einn mesti aílamaðurinn þar,
Þorsteinn Jónsson í Laufási, fékk sér 2
netatrossur úr Reykjavik fyrir vertíðina.
En þar eð þar var ákaílega mildll aíli
þá vertíð (1908) á lóð, þá lagði hann
netin að eins einu sinni, en varð þó vel
var í þau. Iíveðst hann niuni gera ýt-
arlegri tílraunir á næslu vertíð, þegar
hann áliti að einkum mundi vera afla-
von í net innan til við eyjarnar, eða
undir Landeyjasandi.
í Ólafsvik lagði Einar Markússon
kaupmaður 7 þorskanet í einni trossu á
25—30 faðma dýpi í miðjum ágúst í sum-
ar og fékk i þau 27 feita og væna þorska
i fyrstu lögn, en svo ekkert næstu daga
á eftir til 20. ág., er eg fór þar um, en
hvernig honum hefir gengið siðan, hefi
eg eigi frétt enn þá. Þessi tilraun, hin
fyrsta á Breiðafirði, það eg frekast veit,
sýnir að fiska má i net þar, og fór hún
þó fram fyrr á sumrinu, en vant er að
aíla í net í Faxaílóa. Eg efast ekki um,
að ýtarlegri tilraunir við Breiðafjörð muni
geta gefið góðan árangur.
Eg hefi oft hvalt menn við ísafjarð-
ardjúp til þess að reyna með þorskanet
í Djúpinu, en framkvæmdir hafa enn
ekki orðið þar miklar í þá átt. Þó gerði
Jónas Jónasson i Æðey dálitla tilraun í
vetur er leið, þvi hann bjó sér lítinn
net-stubb og lagði hann i nánd við eyj-