Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 13
ÆGIR. 65 Björgun skipbrotsmanna á Bretlandi og Irlandi. Það er kunnugt, að kringum Bret- landseyjar er mjög þokusamt og fult af skerjum, rifjum og grynningum. Þegar þess er gætt hversu mikill skipafjöldi fer um þessar leiðir, er það ekki að undra þótt mörg skipbrot verði þar. Vegna þess hve margir liöfðu látið líf og góss við Bretlandsstrendur, tóku menn litlu fyrir 1800 að hafa björgunar- tæki á nokkrum stöðum við strendurnar. Fyrst þannig að notaðar voru slöngvi- vélar, lil þess að kasta bjarglínum af landi og á skip, og þvi næst voru nokkrir björgunarbátar settir meðfram ströndinni litlu eftir 1800. Ekkert alsherjarskipulag var samt á þessum bjargráðum. Sir. Wilian Hill- ary frá Mön var fyrstur til að gangast fyrir þessu. Hann sendi út ávarp til all- rar alþýðu um það, hversu afarnauðsyn- legt það væri að búa sem best öll björg- unartæki og koma almennu og föstu skipulagi á bjargráð skipbrotsmanna. Þetta var árið 1823. Hinn 12. febr. 1824 var haldinn í London almennur fundur og þar var á- lyklað að mynda skyldi alsherjar björg- unarfélag er tæki yílr alt ríkið. í mars. s. á. myndaðist félagið og hlaut nafnið »The Royal National Institution for the Preservation of Life from Shipwreek«. Félagið tók að sér allar björgunarstöð- var við strendurnar, og lét þegar smíða 51 björgunarbát. Verndari félagsins var Georg konungur IV. Áhugi félagsmanna dofnaði þó brátt, en Sir William Hillany hélt félaginu uppi með dug og dáð, og tókst að vekja nýjan áhuga fyrir málefninu í þeirri deild, sem var á eynni Mön. Hann lét og á næstu árurn smíða fleiri björgunarbáta. Annarstaðar í rikinu gekk það ekki svo vel. Meðiimatalan lækkaði, tekjurnar rýrnuðu og bátarnir gengu úr sér og urðu ónýtir. En þegar neyðin var stærst, var hjálpin næst. Reyndar var það mikill skipskaði, er varð til að vekja menn að nýju til áhuga í bjargráðunum. í ofsa verðri þann 4. des. 1849, reyndi björg- unarbátur að ná skipshöfn af skipflaki við South Shields. Bátnum hvoldi. En 20 létu lif sitt af 24 sem á bátnum voru. Ægir krafðist þessarar dýru fórnar, en hún varð ekki til einskis. Þúsundir mannahafalifaðfyrir dauðaþessara hraust- rnenna. Þetta tjón varð til þess, að tek- ið var af alefli að bæta björgunartækin. Menn innan félagsins lreittust fyrir málið af mesta kappi og tillög og gjafir streymdu inn i ríkum mæli. En það sem verst var við að eiga, var það, að fá hentugt lag á björgunar- bátum, svo að engin hætta væri á að þeim hvolfdi. Þess vegna hét hertoginn af Norðymbralandi 1850, 100 guineum að verðlaunmn þeim, er gerði bezta fyrir- mynd af björgunarbát. Honum voru send 280 alstaðar að úr veröldinni. Því næst voru sýnishornin sýnd opinberlega. Það var ekki auðvelt að velja það besta úr öllum þessum fjölda. En eftir sex mánuði komst nefnd sú, sem sett var til þessa, að niðurstöðu. Verðlaun fékk sú fyrirmyndin, sem gert hafði James Beaching' frá Greath Jarmauth. Bátur með þessu lagi gat hafist sjálfkrafa á réttan kjöl. Hann var oft sýndur fyrir framan Ramsgate og reyndist vel. Sjálfheijandi björgunarbátar, sem nú eru notaðir við Englandsstrendur, eru gerðir eftir þessari fyrirmynd, setn hefir verið fullkomnuð síðan eftir þvi, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.