Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 15
ÆGI R.
67
Allur aflinn á árinu hefir því numið
rúml. 139,000 kr.
Þelta fyrirtæki þeirra félaga, sem er
áreiðanlega hið arðsamasta fyrirtæki sem
ráðist hefir verið í á íslandi, er vonandi
að dafni svo vel og þróist, að það verði
vísir til voldugs íslensks botnvörpuskipa-
félags, sem með timanum geti fullkom-
lega staðið á sporði stóru botnvörpufé-
lögunum ensku, sem nú sækja fiskinn
upp að ströndum íslands.
Aflabrögð.
y>Jón Forseth, botnvörpuskip félagsins
»Alliance« seldi í Englandi í f. m. afla
fyr 970 £ 17,460 kr. og mun það vera
mesti afli að verðmæti sem nokkurt ís-
lenskt skip hefur fengið nokkru sinni áður.
y>Marza og »Snorri<i, hin tvö önnur
botnvörpuskip er héðan fiska, hafa fiskað
heldur lílið, Marz hefur saltað afla sinn,
en selt smáfisk hér; en Snorri fór með
farm til Englands í síðari liluta jan.
Annars eru aflabrögð lítil og veður-
átta venju fremur stirð um þessar mundir
alstaðar við landið sem til spyrst.
Strandað hafa tvö botnvörpuskip nú
i janúannán.; annað þýskt »Grúnland«
sigldi á land i Höfnum, og liitt enskt
»City af London« rak í land á Reykja-
víkurhöfn. Mannbjörg.
Bátur fórst þ. 20. jan. á leið úr Rvík.
upp á Kjalanes, á honum drukknuðu
Guðm. hreppstj. Iíolbeinsson á Esjubergi
og Arni Björnsson bóndi í Móum enfremur
1 drengur og 2 stúlkur.
Útgerðarmenn, sem gera útþilskip til
fiskiveiða á næstkomandi útgerðartíma eru
beðnir að gefa gætur að auglýsingu þeirri
sem stendur hér í blaðinu um vátnjggingu
á farmi fyrir sjóskaða frá félagi því, sem
ritari í stjórnarráðinu herra P. Hjaltesteð
hefur umboð fyrir. Útgerðarmenn liafa
á undanförnum árum orðið fyrir svo til-
finnanlegu tjóni, bæði á slcipum og farmi
á vetrum, að það ætti ekki að þurfa að
brýna slíkt fyrir mönnum live nauðsyn-
legt það er, að liafa alt vel trygt. Menn
mega ekki við því eins og hagur manna
er nú og horfur alment, að stofna fjár-
munum sínum í hættu. Iðgjaldið er lágt.
Útgerðamenn við Faxaflóa hafa kosið
nefnd til þess að semja reglugjörð fyrir skip-
stjóra á flskiskipum. Reglugjörð þessi sem
eldd er fullgjörð en þá, hneigist aðallega
í þá átt að skipstjórar eiga að takast á
hendur ábyrgð á áhöldum skips og öðrum
útbúnaði, að ekkert glatist fyrir handvömm
eða hirðuleysi, ennfremur að þeir gæti
alment betur liagsmuna útgerðarmanns en
hingað til hefur oft og einalt átt sér stað.
Ennfremur hefur komið fram tillaga í
þá átt, að þeir skipstj. sem afla best og
vanda best vöru sína, fái verðlaun sem
nemi minsta kosti 100 kr.
Helgi Zoega kaupm. er af útgerðar-
mönnum ákveðin ráðningamaður háseta
fyrir næsta útgerðartíma.
Reglugjörð um ráðningu háseta við
Faxaflóa sem getið var um í síðasta blaði
og gilda skal fyrir næsta útgerðartímabil,
(að minsta kosti), var breytt þannig, að
hásetar skulu leggja sér til öll veiðarfæri.
Tillaga skattanefndarinnar um vita.
Það er enginn efi, að hraða þarf sem
mest vitabyggingum hér á landi til tryggingar
skipaferðum öllum. Er það álitkunnugra
manna, svo sem skipstjóra Aasbergs, að
meiru varði að fá smávita og leiðarljós
víða, en einn eða tvo tiltölulega dýra vita.
Samkvæmt leiðbeiningu frá Aasberg skip-
stjóra inundi allvel mega hlíta við 6—7