Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 1

Ægir - 01.01.1909, Blaðsíða 1
ÆGIR. MANAÐARRÍT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 4. árg. Reykjavík. Jan Febr. 19 0 9. 7.-8. blað. Tilraunir með þorskanet. í 2. árg. »Ægis« bls. 65 skýrði eg siðast frá tilraunum, sem gerðar höfðu verið nýlega á Austfjörðum til þess að veiða þorsk í net. Síðan hafa verið gerð- ar nýjar tilraunir á nokkrum stöðum og skal eg skýra stuttlega frá þeim hér. Fyrstar í röðinni og atleiðingamestar eru tilraunirnar í Þorlákshöfn. Byrjunin að þeim er þessi: Vetrarvertíðin 1906 hal'ði verið mjög rýr, eins og fleiri ver- tíðir næst á undan. En í Þorlákshöfn hefir aðeins verið brúkuð lóð, eins og í öðrum veiðistöðum í Arnessýslu og mikill meiri hluti allans ýsa. Einn af formönn- unum í Höfninni var Gisli Gíslason, frá Rauðabergi i Fljótshverfi, þá nýlega fluttur að óseyrarnesi. Hann fór heim til sín um páskana og datt þá i hug að taka með sér 33 faðma langa laxa- fyrir- dráttarnót með 3V2" riðli, er liann átli, þegar liann fór aftur út í verið, og reyna hvort eklci yrði fiskvart í hana, þar sem aflinn á lóðir hafði nærri algerlega brugðist lil þess tima. Hanni lagði nót- ina (þorskanet hafði hann aldrei séð), á 12 faðma dýpi og var þegar við fyrstu umvitjun vel var í hana af þorski og stútungi og á einni viku, sem hún lá, fékk hann 360 fiska, þar af V* undir mál- fiskur, margt af hinum vænn þorskur (allur fisknrinn mjög feitur) og svo 20 stórufsa. Þessi tilraun og hepni Gísla, vakti eins og eðlilegt var, mikla athygli i veiði- stöðunni, og ekki laust við, að sumir öf- unduðu hann af hlutarbótinni. Nú hefði mátt ætla, að margir þeir, er gera út i Þorlákshöfn, mundu hafa viljað gera ýtarlegri tilraunir á næstu vertið, 1907. Það vildu og sumir að visu, en þá komu aðrir, er heyrt höfðu ýmis- legt ljótt af netabrúkun i Faxaflóa og töldu veiðistöðunni stofnað í voða, ef byrjað yrði á netaveiðum, hún væri kom- in í nógu mikla niðurlægingu af undan- gengnu aflaleysi, og nóg væri kostað til útgerðar áður, þótt netin bættust ekki við o. s. frv. — Var svo haldinn fundur með formönnum og þar samþykt að banna allar tilraunir með þroskanet í Þorláks- höfn. Þessu banni var hlýtt, þótt hart væri. Vertíðin 1907 varð enn lélegri en 1906. Þá var það nær vertíðarlokum að einum formanni varð að orði við Gisla, er þeim var rætt um afla leysið: »Ekki hefði vertíðin orðið aumari, þótt menn hefðu brúkað þorskanet«. Því var Gisli samdóma. Bundu þeir þá fastmælum með sér, að reyna þorskanet á næstu vertið, þrátt fyrir bannið og fengu með sér 4 aðra formenn í félagið. Þegarþetta fréttist, brá svo við, að hinir formenn- irnir, jafnvel þeir, er mest höfðu verið á móti netunum, ásettu sér einnig hið sania, bannið var þannig þegjandi numið úr gildi og allir útveguðu sér regluleg þorska- net fyrir næstu vertíð. Á þessari vertið, 1908. fór svo að allir (15 skip) lögðu net, hinir 6 umgetnu formenn 10 net hvor, hinir 6—6 net

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.